< Romarbrevet 14 >

1 Om någon är svag i tron, så upptagen honom dock vänligt, utan att döma över andras betänkligheter.
Sýndu hverjum kristnum manni, sem til þín leitar, vinarhug og gagnrýndu hann ekki þótt trú hans sé veik og hann hafi aðrar skoðanir en þú um hvað sé rétt eða rangt.
2 Den ene har tro till att äta vad som helst, under det att den som är svag allenast äter vad som växer på jorden.
Þú ættir til dæmis ekki að deila við hann um hvort leyfilegt sé að borða kjöt, sem notað hefur verið í fórn til skurðgoðanna, eða ekki. Slíkt er þér ef til vill ekkert vandamál, en trú hans er veikari en þín og honum finnst það vera rangt og því neytir hann alls ekki kjöts, sé það fórnarkjöt, heldur grænmetis.
3 Den som äter må icke förakta den som icke äter. Ej heller må den som icke äter döma den som äter; ty Gud har upptagit honom,
Þeir sem ekkert sjá athugavert við það að borða slíkt kjöt, mega ekki líta niður á þá sem láta þess óneytt og sért þú einn þeirra, þá skaltu ekki gagnrýna þá sem hafa aðra skoðun, því að Guð hefur tekið þá að sér sem sín börn.
4 och vem är du som dömer en annans tjänare? Om han står eller faller, det kommer allenast hans egen herre vid; men han skall väl bliva stående, ty Herren är mäktig att hålla honom stående.
Þeir eru þjónar Guðs en ekki ykkar. Látið Guð um að segja þeim hvort þeir hafi á réttu eða röngu að standa, því hann er fullkomlega fær um að gera það.
5 Den ene gör skillnad mellan dag och dag, den andre håller alla dagar för lika; var och en vare fullt viss i sitt sinne.
Sumum finnst að kristnir menn eigi að líta á helgidaga Gyðinga sem sína tilbeiðsludaga, en aðrir segja það rangt og finnst heimskulegt að fara eftir reglum Gyðinga að því leyti, því að allir dagar séu jafnir fyrir Guði. Hver og einn verður að taka eigin ákvörðun um slíka hluti.
6 Om någon särskilt aktar på någon dag, så gör han detta för Herren, och om någon äter, så gör han detta för Herren; han tackar ju Gud. Så ock, om någon avhåller sig från att äta, gör han detta för Herren, och han tackar Gud.
Notir þú ákveðna daga til að tilbiðja Drottin, þá er það gert honum til heiðurs og slíkt er góður siður. Sama er að segja um þann sem neytir kjöts sem fórnað hefur verið skurðgoðunum, hann þakkar Guði fyrir kjötið og er það rétt. Þeim, hins vegar, sem ekki vill snerta slíkt kjöt, er einnig umhugað um að þóknast Drottni og hann er þakklátur.
7 Ty ingen av oss lever för sig själv, och ingen dör för sig själv.
Við lifum ekki aðeins sjálfra okkar vegna og getum því ekki lifað og dáið eins og okkur þóknast.
8 Leva vi, så leva vi för Herren; dö vi, så dö vi för Herren. Evad vi leva eller dö, höra vi alltså Herren till.
Hvort sem við lifum eða deyjum, þá tilheyrum við Drottni, því hans erum við.
9 Ty därför har Kristus dött och åter blivit levande, att han skall vara herre över både döda och levande.
Kristur dó og reis síðan upp til að vera Drottinn okkar og konungur, bæði í lífi og dauða.
10 Men du, varför dömer du din broder? Och du åter, varför föraktar du din broder? Vi skola ju alla en gång stå inför Guds domstol.
Þú hefur engan rétt til að gagnrýna trúbróður þinn né líta niður á hann. Minnstu þess að við verðum hvert um sig að standa frammi fyrir dómstóli Guðs.
11 Ty det är skrivet: »Så sant jag lever, säger Herren, för mig skola alla knän böja sig, och alla tungor skola prisa Gud.»
Í Gamla testamentinu stendur: „Svo sannarlega sem ég lifi, “segir Drottinn, „mun hver maður verða að krjúpa á kné fyrir mér og sérhver tunga viðurkenna að ég er Guð.“
12 Alltså skall var och en av oss inför Gud göra räkenskap för sig själv.
Sérhvert okkar verður að standa Guði reikningsskil á lífi sínu,
13 Låtom oss därför icke mer döma varandra. Dömen hellre så, att ingen må för sin broder lägga en stötesten eller något som bliver honom till fall.
hættið því að gagnrýna hvert annað! Reynið heldur að lifa þannig að þið verðið aldrei trúsystkinum ykkar að falli og látið þau því ekki sjá ykkur gera neitt það sem þau álíta vera rangt.
14 Jag vet väl och är i Herren Jesus viss om att intet i sig självt är orent; allenast om någon håller något för orent, så är det för honom orent.
Ég er þess fullviss, vegna samfélags míns við Drottin Jesú, að ekkert er rangt við það að neyta kjöts sem fórnað hefur verið skurðgoðunum, en ef einhver álítur það rangt, þá ætti hann ekki að neyta þess trúar sinnar vegna.
15 Om nu genom din mat bekymmer vållas din broder, så vandrar du icke mer i kärleken. Bliv icke genom din mat till fördärv för den som Kristus har lidit döden för.
Viljir þú halda áfram að neyta þess matar sem þú veist að veldur trúsystkini þínu hugarangri, þá framgengur þú ekki í kærleika. Láttu ekki neysluvenjur þínar verða þeim til tjóns, sem Kristur dó fyrir.
16 Låten alltså icke det goda som I haven fått bliva utsatt för smädelse.
Forðastu að gera það sem þú veist að verður gagnrýnt, enda þótt þú vitir að sú gagnrýni sé ósanngjörn.
17 Ty Guds rike består icke i mat och dryck, utan i rättfärdighet och frid och glädje i den helige Ande.
Þegar allt kemur til alls, þá skiptir það okkur kristna menn ekki mestu hvað við borðum eða drekkum, heldur að lifa í kærleika, friði og fögnuði heilags anda.
18 Den som häri tjänar Kristus, han är välbehaglig för Gud och håller provet inför människor.
Ef þú gerir Krist að húsbónda í lífi þínu að því er þetta varðar, þá mun það bæði gleðja Guð og menn.
19 Vi vilja alltså fara efter det som länder till frid och till inbördes uppbyggelse.
Keppum því eftir að efla frið og sameiginlega uppbyggingu kirkjunnar,
20 Bryt icke för mats skull ned Guds verk. Väl är allting rent, men om ätandet för någon är en stötesten, så bliver det för den människan till ondo;
og rífum ekki niður verk Guðs fyrir einn kjötbita!
21 du gör väl i att avhålla dig från att äta kött och dricka vin och från annat som för din broder bliver en stötesten.
Bindindi á kjöt og vín er rétt ef neysla þess hneykslar trúsystkini okkar og leiðir þau í synd.
22 Den tro du har må du hava för dig själv inför Gud. Salig är den som icke måste döma sig själv, när det gäller något som han har prövat vara rätt.
Haltu fast við trúarsannfæringu þína, en notaðu hana samt ekki til að storka öðrum.
23 Men om någon hyser betänkligheter och likväl äter, då är han dömd, eftersom det icke sker av tro. Ty allt som icke sker av tro, det är synd.
Sá sem fær slæma samvisku af að hafa borðað kjöt, ætti að láta það ógert, því að sá syndgar sem gerir eitthvað gegn betri vitund.

< Romarbrevet 14 >