< Псалми 35 >

1 Господе! Буди супарник супарницима мојим; удри оне који ударају на ме.
Drottinn, farðu gegn þeim sem ásækja mig. Berst þú við þá sem berjast gegn mér.
2 Узми оружје и штит, и дигни се мени у помоћ.
Klæddu þig brynju, taktu fram skjöld og verndaðu mig.
3 Потегни копље, и пресеци пут онима који ме гоне, реци души мојој: Ја сам спасење твоје.
Lyftu spjóti mér til varnar, því að óvinir mínir nálgast. Segðu við mig: „Ég bjarga þér!“
4 Нека се постиде и посраме који траже душу моју; нека се одбију натраг и постиде који ми зло хоће.
Láttu þá verða til skammar sem ofsækja mig. Snúðu þeim frá og ruglaðu þá í ríminu!
5 Нека буду као прах пред ветром, и анђео Господњи нека их прогони.
Feyktu þeim burt eins og laufum í vindi. Engill þinn varpi þeim um koll.
6 Нека буде пут њихов таман и клизав, и анђео Господњи нека их тера.
Gerðu veg þeirra myrkan og hálan er engill þinn eltir þá.
7 Јер низашта застреше мрежом јаму за мене, низашта ископаше јаму души мојој.
Því að þótt ég gerði þeim ekkert illt, lögðu þeir fyrir mig gildru og grófu mér gröf.
8 Нека дође на њега погибао ненадна, и мрежа коју је наместио нека улови њега, нека он у њу падне на погибао.
Láttu eyðingu koma yfir þá þegar þeir eiga þess síst von. Þeir falli á eigin bragði og tortímist.
9 А душа ће се моја радовати о Господу, и веселиће се за помоћ Његову.
En ég mun fagna í Drottni. Hann mun frelsa mig!
10 Све ће кости моје рећи: Господе! Ко је као Ти, који избављаш страдалца од оног који му досађује, и ништега и убогога од оног који га упропашћује?
Ég lofa hann af öllu hjarta. Hver er vörn lítilmagnans nema hann? Hver annar en hann verndar hinn veika og þurfandi gegn ofbeldismönnunum sem ræna og rupla.
11 Усташе на ме лажни сведоци; шта не знам, за оно ме питају.
Slíkir menn eru ljúgvottar. Þeir ásaka mig um hluti sem ég hef aldrei heyrt.
12 Плаћају ми зло за добро, и сиротовање души мојој.
Ég gerði þeim gott eitt, en þeir launa mér með illu. Ég er að dauða kominn.
13 Ја се у болести њиховој облачих у врећу, мучих постом душу своју, и молитва се моја враћаше у прсима мојим.
Þegar þeir lágu sjúkir klæddist ég sorgarbúningi og var dapur. Ég fastaði – neitaði mér um mat – og bað í einlægni fyrir heilsu þeirra.
14 Као пријатељ, као брат поступах; бејах сетан и с обореном главом као онај који за матером жали.
Ég var harmandi, eins og móðir mín, vinur eða bróðir væru sjúk og að dauða komin.
15 А они се радују кад се ја спотакнем, и купе се, купе се на ме, задају ране, не знам зашто, чупају и не престају.
En nú gleðjast þeir yfir óförum mínum. Þeir koma saman til að baktala mig – jafnvel ókunnugir og útlendingar eru í þeirra hópi.
16 С неваљалим и подругљивим беспосличарима шкргућу на ме зубима својим.
Þeir ala á illsku, formæla mér og hæða mig.
17 Господе! Хоћеш ли дуго гледати? Отми душу моју од нападања њиховог, од ових лавова јединицу моју.
Drottinn, hve lengi ætlar þú að horfa á aðgerðalaus? Gríptu inn í og bjargaðu mér, því að ég er einmana og þessir vargar bíða færis.
18 Признаћу Те у сабору великом, усред многог народа хвалићу Те.
Frelsaðu mig og þá mun ég þakka þér í áheyrn alls safnaðarins, vegsama þig meðal fjölda fólks.
19 Да ми се не би светили који ми злобе неправедно, и намигивали очима који мрзе на ме низашта.
Láttu þá ekki fá sigur sem ráðast gegn mér án minnsta tilefnis. Láttu mig ekki falla, því það mundi gleðja þá mjög.
20 Јер они не говоре о миру, него на мирне на земљи измишљају лажне ствари.
Þeir tala hvorki um frið, né það að gera gott, nei, heldur brugga þeir saklausum mönnum launráð.
21 Разваљују на ме уста своја, и говоре: Добро! Добро! Види око наше.
Þeir hafa hátt og segja mig beita ranglæti. „Já!“segja þeir, „við sáum það með eigin augum!“
22 Видиш, Господе! Немој ћутати; Господе! Немој одступити од мене.
En Drottinn þekkir málið betur en nokkur annar. Gríptu inn í! Skildu mig ekki eftir einan og yfirgefinn!
23 Пробуди се, устани на суд мој, Боже мој и Господе, и на парницу моју.
Stígðu fram, Drottinn, Guð minn! Láttu mig ná rétti mínum.
24 Суди ми по правди својој, Господе, Боже мој, да ми се не свете.
Þú ert réttlátur og þekkir málið. Lýstu yfir sakleysi mínu. Láttu ekki óvini mína hlakka yfir ógæfu minni.
25 Не дај да говоре у срцу свом: Добро! То смо хтели! Не дај да говоре: Прождресмо га.
Láttu þá ekki segja: „Gott! Það fór eins og við óskuðum! Loksins tókst okkur að gera út af við hann!“
26 Нек се постиде и посраме сви који се радују злу мом, нек се обуку у стид и у срам који се размећу нада мном.
Láttu þá blygðast sín. Láttu þá sem sýna mér hroka og fagna yfir óförum mínum, sjálfa þola skömm og svívirðing.
27 Нека се радују и веселе који ми желе правду, и говоре једнако: Велик Господ, који жели мира слузи свом!
Láttu þá sem óska mér blessunar sjá góða daga. Þeir hrópi: „Mikill er Drottinn sem gerir vel við þjón sinn!“
28 И мој ће језик казивати правду Твоју, и хвалу Теби сваки дан.
Ég vil segja öllum frá réttlæti Drottins og lofa hann liðlangan daginn.

< Псалми 35 >