< Psalmorum 35 >

1 Ipsi David. Judica, Domine, nocentes me; expugna impugnantes me.
Drottinn, farðu gegn þeim sem ásækja mig. Berst þú við þá sem berjast gegn mér.
2 Apprehende arma et scutum, et exsurge in adjutorium mihi.
Klæddu þig brynju, taktu fram skjöld og verndaðu mig.
3 Effunde frameam, et conclude adversus eos qui persequuntur me; dic animæ meæ: Salus tua ego sum.
Lyftu spjóti mér til varnar, því að óvinir mínir nálgast. Segðu við mig: „Ég bjarga þér!“
4 Confundantur et revereantur quærentes animam meam; avertantur retrorsum et confundantur cogitantes mihi mala.
Láttu þá verða til skammar sem ofsækja mig. Snúðu þeim frá og ruglaðu þá í ríminu!
5 Fiant tamquam pulvis ante faciem venti, et angelus Domini coarctans eos.
Feyktu þeim burt eins og laufum í vindi. Engill þinn varpi þeim um koll.
6 Fiat via illorum tenebræ et lubricum, et angelus Domini persequens eos.
Gerðu veg þeirra myrkan og hálan er engill þinn eltir þá.
7 Quoniam gratis absconderunt mihi interitum laquei sui; supervacue exprobraverunt animam meam.
Því að þótt ég gerði þeim ekkert illt, lögðu þeir fyrir mig gildru og grófu mér gröf.
8 Veniat illi laqueus quem ignorat, et captio quam abscondit apprehendat eum, et in laqueum cadat in ipsum.
Láttu eyðingu koma yfir þá þegar þeir eiga þess síst von. Þeir falli á eigin bragði og tortímist.
9 Anima autem mea exsultabit in Domino, et delectabitur super salutari suo.
En ég mun fagna í Drottni. Hann mun frelsa mig!
10 Omnia ossa mea dicent: Domine, quis similis tibi? eripiens inopem de manu fortiorum ejus; egenum et pauperem a diripientibus eum.
Ég lofa hann af öllu hjarta. Hver er vörn lítilmagnans nema hann? Hver annar en hann verndar hinn veika og þurfandi gegn ofbeldismönnunum sem ræna og rupla.
11 Surgentes testes iniqui, quæ ignorabam interrogabant me.
Slíkir menn eru ljúgvottar. Þeir ásaka mig um hluti sem ég hef aldrei heyrt.
12 Retribuebant mihi mala pro bonis, sterilitatem animæ meæ.
Ég gerði þeim gott eitt, en þeir launa mér með illu. Ég er að dauða kominn.
13 Ego autem, cum mihi molesti essent, induebar cilicio; humiliabam in jejunio animam meam, et oratio mea in sinu meo convertetur.
Þegar þeir lágu sjúkir klæddist ég sorgarbúningi og var dapur. Ég fastaði – neitaði mér um mat – og bað í einlægni fyrir heilsu þeirra.
14 Quasi proximum et quasi fratrem nostrum sic complacebam; quasi lugens et contristatus sic humiliabar.
Ég var harmandi, eins og móðir mín, vinur eða bróðir væru sjúk og að dauða komin.
15 Et adversum me lætati sunt, et convenerunt; congregata sunt super me flagella, et ignoravi.
En nú gleðjast þeir yfir óförum mínum. Þeir koma saman til að baktala mig – jafnvel ókunnugir og útlendingar eru í þeirra hópi.
16 Dissipati sunt, nec compuncti; tentaverunt me, subsannaverunt me subsannatione; frenduerunt super me dentibus suis.
Þeir ala á illsku, formæla mér og hæða mig.
17 Domine, quando respicies? Restitue animam meam a malignitate eorum; a leonibus unicam meam.
Drottinn, hve lengi ætlar þú að horfa á aðgerðalaus? Gríptu inn í og bjargaðu mér, því að ég er einmana og þessir vargar bíða færis.
18 Confitebor tibi in ecclesia magna; in populo gravi laudabo te.
Frelsaðu mig og þá mun ég þakka þér í áheyrn alls safnaðarins, vegsama þig meðal fjölda fólks.
19 Non supergaudeant mihi qui adversantur mihi inique, qui oderunt me gratis, et annuunt oculis.
Láttu þá ekki fá sigur sem ráðast gegn mér án minnsta tilefnis. Láttu mig ekki falla, því það mundi gleðja þá mjög.
20 Quoniam mihi quidem pacifice loquebantur; et in iracundia terræ loquentes, dolos cogitabant.
Þeir tala hvorki um frið, né það að gera gott, nei, heldur brugga þeir saklausum mönnum launráð.
21 Et dilataverunt super me os suum; dixerunt: Euge, euge! viderunt oculi nostri.
Þeir hafa hátt og segja mig beita ranglæti. „Já!“segja þeir, „við sáum það með eigin augum!“
22 Vidisti, Domine: ne sileas; Domine, ne discedas a me.
En Drottinn þekkir málið betur en nokkur annar. Gríptu inn í! Skildu mig ekki eftir einan og yfirgefinn!
23 Exsurge et intende judicio meo, Deus meus; et Dominus meus, in causam meam.
Stígðu fram, Drottinn, Guð minn! Láttu mig ná rétti mínum.
24 Judica me secundum justitiam tuam, Domine Deus meus, et non supergaudeant mihi.
Þú ert réttlátur og þekkir málið. Lýstu yfir sakleysi mínu. Láttu ekki óvini mína hlakka yfir ógæfu minni.
25 Non dicant in cordibus suis: Euge, euge, animæ nostræ; nec dicant: Devoravimus eum.
Láttu þá ekki segja: „Gott! Það fór eins og við óskuðum! Loksins tókst okkur að gera út af við hann!“
26 Erubescant et revereantur simul qui gratulantur malis meis; induantur confusione et reverentia qui magna loquuntur super me.
Láttu þá blygðast sín. Láttu þá sem sýna mér hroka og fagna yfir óförum mínum, sjálfa þola skömm og svívirðing.
27 Exsultent et lætentur qui volunt justitiam meam; et dicant semper: Magnificetur Dominus, qui volunt pacem servi ejus.
Láttu þá sem óska mér blessunar sjá góða daga. Þeir hrópi: „Mikill er Drottinn sem gerir vel við þjón sinn!“
28 Et lingua mea meditabitur justitiam tuam; tota die laudem tuam.
Ég vil segja öllum frá réttlæti Drottins og lofa hann liðlangan daginn.

< Psalmorum 35 >