< Sálmarnir 78 >

1 Þjóð mín, hlustaðu á kenningu mína. Gefðu gaum að því sem ég hef að segja.
Intellectus Asaph. [Attendite, popule meus, legem meam; inclinate aurem vestram in verba oris mei.
2 Nú ætla ég að rifja upp fyrir þér liðna atburði,
Aperiam in parabolis os meum; loquar propositiones ab initio.
3 frásagnir sem varðveist hafa frá kynslóð til kynslóðar.
Quanta audivimus, et cognovimus ea, et patres nostri narraverunt nobis.
4 Ég birti ykkur sannleikann, svo að þið getið sagt börnum ykkar frá dásemdarverkum Drottins, öllum þeim undrum sem hann vann.
Non sunt occultata a filiis eorum in generatione altera, narrantes laudes Domini et virtutes ejus, et mirabilia ejus quæ fecit.
5 Lögmál sitt gaf hann Ísrael og bauð forfeðrunum að kenna það börnum sínum
Et suscitavit testimonium in Jacob, et legem posuit in Israël, quanta mandavit patribus nostris nota facere ea filiis suis:
6 sem síðan skyldu kenna það sínum afkomendum. Þannig skyldi lögmál hans berast frá einni kynslóðinni til annarrar.
ut cognoscat generatio altera: filii qui nascentur et exsurgent, et narrabunt filiis suis,
7 Því hefur sérhver kynslóð getað haldið lög Guðs, treyst honum og heyrt um hans dásemdarverk.
ut ponant in Deo spem suam, et non obliviscantur operum Dei, et mandata ejus exquirant:
8 Ný kynslóð skyldi ekki þurfa að fara að fordæmi feðra sinna sem voru þrjóskir, óhlýðnir og ótrúir og forhertu sig gegn Guði.
ne fiant, sicut patres eorum, generatio prava et exasperans; generatio quæ non direxit cor suum, et non est creditus cum Deo spiritus ejus.
9 Þótt íbúar Efraím væru alvopnaðir, þá flúðu þeir þegar að orustunni kom.
Filii Ephrem, intendentes et mittentes arcum, conversi sunt in die belli.
10 Þannig rufu þeir sáttmálann við Guð og fóru sína eigin leið.
Non custodierunt testamentum Dei, et in lege ejus noluerunt ambulare.
11 Þeir gleymdu máttarverkum Drottins,
Et obliti sunt benefactorum ejus, et mirabilium ejus quæ ostendit eis.
12 sem hann hafði fyrir þá gert og forfeður þeirra í Egyptalandi,
Coram patribus eorum fecit mirabilia in terra Ægypti, in campo Taneos.
13 þegar hann klauf hafið og leiddi þá yfir þurrum fótum. Vatnið stóð eins og veggur til beggja handa!
Interrupit mare, et perduxit eos, et statuit aquas quasi in utre:
14 Að degi til leiddi hann þá með skýi, en eldstólpa um nætur.
et deduxit eos in nube diei, et tota nocte in illuminatione ignis.
15 Hann rauf gat á klettinn í eyðimörkinni. Vatnið streymdi fram og þeir svöluðu þorsta sínum.
Interrupit petram in eremo, et adaquavit eos velut in abysso multa.
16 Já, það flæddi frá klettinum, líkast rennandi á!
Et eduxit aquam de petra, et deduxit tamquam flumina aquas.
17 Samt héldu þeir fast við þrjósku sína og syndguðu gegn hinum hæsta Guði.
Et apposuerunt adhuc peccare ei; in iram excitaverunt Excelsum in inaquoso.
18 Þeir kvörtuðu og kveinuðu og heimtuðu annað að borða en það sem Guð gaf þeim.
Et tentaverunt Deum in cordibus suis, ut peterent escas animabus suis.
19 Þeir ásökuðu jafnvel sjálfan Guð og sögðu:
Et male locuti sunt de Deo; dixerunt: Numquid poterit Deus parare mensam in deserto?
20 „Hann gaf okkur vatn, en hvers vegna fáum við ekki brauð eða kjöt?!“
quoniam percussit petram, et fluxerunt aquæ, et torrentes inundaverunt. Numquid et panem poterit dare, aut parare mensam populo suo?
21 Drottinn hlustaði og honum rann í skap, reiði hans upptendraðist gegn Ísrael.
Ideo audivit Dominus et distulit; et ignis accensus est in Jacob, et ira ascendit in Israël:
22 Enda treystu þeir honum ekki, né trúðu forsjá hans.
quia non crediderunt in Deo, nec speraverunt in salutari ejus.
23 Jafnvel þótt hann lyki upp himninum – eins og glugga! –
Et mandavit nubibus desuper, et januas cæli aperuit.
24 og léti manna rigna niður.
Et pluit illis manna ad manducandum, et panem cæli dedit eis.
25 Já, þeir átu englabrauð! – og urðu mettir.
Panem angelorum manducavit homo; cibaria misit eis in abundantia.
26 Þá lét hann austanvind blása og stýrði vestanvindinum með krafti sínum.
Transtulit austrum de cælo, et induxit in virtute sua africum.
27 Og viti menn, fuglum rigndi af himni, – þeir voru eins og sandur á sjávarströnd!
Et pluit super eos sicut pulverem carnes, et sicut arenam maris volatilia pennata.
28 Af hans völdum féllu þeir til jarðar um allar tjaldbúðirnar.
Et ceciderunt in medio castrorum eorum, circa tabernacula eorum.
29 Og fólkið át nægju sína. Hann mettaði hungur þeirra.
Et manducaverunt, et saturati sunt nimis, et desiderium eorum attulit eis:
30 En varla höfðu þeir lokið matnum – fæðan var enn í munni þeirra,
non sunt fraudati a desiderio suo. Adhuc escæ eorum erant in ore ipsorum,
31 þá reiddist Drottinn þeim og lagði að velli æskumenn Ísraels.
et ira Dei ascendit super eos: et occidit pingues eorum, et electos Israël impedivit.
32 En þeir sáu sig ekki um hönd, en héldu áfram að syndga og vildu ekki trúa kraftaverkum Drottins.
In omnibus his peccaverunt adhuc, et non crediderunt in mirabilibus ejus.
33 Þess vegna stytti hann ævi þeirra og sendi þeim miklar hörmungar.
Et defecerunt in vanitate dies eorum, et anni eorum cum festinatione.
34 En þegar neyðin var stærst, tóku þeir að leita Guðs. Þeir iðruðust og snéru sér til hans.
Cum occideret eos, quærebant eum et revertebantur, et diluculo veniebant ad eum.
35 Þeir viðurkenndu að Guð er eini grundvöllur lífsins – að hinn hæsti Guð væri frelsari þeirra.
Et rememorati sunt quia Deus adjutor est eorum, et Deus excelsus redemptor eorum est.
36 En því miður fylgdu þeir honum aðeins í orði kveðnu, en ekki af heilum hug,
Et dilexerunt eum in ore suo, et lingua sua mentiti sunt ei;
37 hjarta þeirra var langt frá honum. Þeir stóðu ekki við orð sín.
cor autem eorum non erat rectum cum eo, nec fideles habiti sunt in testamento ejus.
38 Samt var hann þeim miskunnsamur, fyrirgaf syndir þeirra og tortímdi þeim ekki. Margoft hélt hann aftur af reiði sinni.
Ipse autem est misericors, et propitius fiet peccatis eorum, et non disperdet eos. Et abundavit ut averteret iram suam, et non accendit omnem iram suam.
39 Hann minntist þess að þeir voru dauðlegir menn, eins og andblær sem kemur og fer.
Et recordatus est quia caro sunt, spiritus vadens et non rediens.
40 Já, oft risu þeir gegn Guði í eyðimörkinni og ollu honum vonbrigðum.
Quoties exacerbaverunt eum in deserto; in iram concitaverunt eum in inaquoso?
41 Aftur og aftur sneru þeir við honum baki og freistuðu hans.
Et conversi sunt, et tentaverunt Deum, et sanctum Israël exacerbaverunt.
42 Þeir gleymdu krafti hans og kærleika og hvernig hann hafði frelsað þá frá óvinum þeirra.
Non sunt recordati manus ejus, die qua redemit eos de manu tribulantis:
43 Þeir gleymdu plágunum sem hann sendi Egyptum í Sóan
sicut posuit in Ægypto signa sua, et prodigia sua in campo Taneos;
44 þegar hann breytti fljótum þeirra í blóð, svo að enginn gat drukkið.
et convertit in sanguinem flumina eorum, et imbres eorum, ne biberent.
45 Eða þegar hann fyllti landið af flugum og froskum!
Misit in eos cœnomyiam, et comedit eos, et ranam, et disperdidit eos;
46 Lirfurnar spilltu uppskerunni og engispretturnar átu allt, hvort tveggja var frá honum komið.
et dedit ærugini fructus eorum, et labores eorum locustæ;
47 Hann eyddi vínviði þeirra með hagléli og mórberjatrjánum með frosti.
et occidit in grandine vineas eorum, et moros eorum in pruina;
48 Búpeningurinn hrundi niður í haganum, haglið rotaði hann og sauðirnir drápust í eldingum.
et tradidit grandini jumenta eorum, et possessionem eorum igni;
49 Hann úthellti reiði sinni yfir þá, sendi þeim ógn og skelfingu. Hann leysti út sendiboða ógæfunnar – engla sem létu þá kenna á því!
misit in eos iram indignationis suæ, indignationem, et iram, et tribulationem, immissiones per angelos malos.
50 Hann gaf reiðinni lausan tauminn. Og ekki hlífði hann Egyptunum. Þeir fengu vænan skerf af plágum og sjúkdómum.
Viam fecit semitæ iræ suæ: non pepercit a morte animabus eorum, et jumenta eorum in morte conclusit:
51 Þá deyddi hann frumburði Egypta, efnilegan ungviðinn, sem vonirnar voru bundnar við.
et percussit omne primogenitum in terra Ægypti; primitias omnis laboris eorum in tabernaculis Cham:
52 Sinn eigin lýð leiddi hann styrkri hendi gegnum eyðimörkina.
et abstulit sicut oves populum suum, et perduxit eos tamquam gregem in deserto:
53 Hann var skjól þeirra og vörn. Þeir þurftu ekkert að óttast, en hafið gleypti óvini þeirra.
et deduxit eos in spe, et non timuerunt, et inimicos eorum operuit mare.
54 Hann greiddi för þeirra til fyrirheitna landsins, til hæðanna sem hann hafði skapað.
Et induxit eos in montem sanctificationis suæ, montem quem acquisivit dextera ejus; et ejecit a facie eorum gentes, et sorte divisit eis terram in funiculo distributionis;
55 Íbúum landsins stökkti hann á flótta en gaf þar ættkvíslum Ísraels erfðahlut og skjól.
et habitare fecit in tabernaculis eorum tribus Israël.
56 En þótt þeir nytu gæsku Guðs, risu þeir gegn hinum hæsta og fyrirlitu boðorð hans.
Et tentaverunt, et exacerbaverunt Deum excelsum, et testimonia ejus non custodierunt.
57 Þeir sneru af leið og rufu trúnað rétt eins og feður þeirra. Eins og bogin ör misstu þeir marksins sem Guð hafði sett þeim.
Et averterunt se, et non servaverunt pactum: quemadmodum patres eorum, conversi sunt in arcum pravum.
58 Þeir tóku aðra guði, reistu þeim ölturu og egndu Drottin á móti sér.
In iram concitaverunt eum in collibus suis, et in sculptilibus suis ad æmulationem eum provocaverunt.
59 Guð sá verk þeirra og reiddist – fékk viðbjóð á Ísrael.
Audivit Deus, et sprevit, et ad nihilum redegit valde Israël.
60 Hann yfirgaf helgidóm sinn í Síló, bústað sinn meðal manna.
Et repulit tabernaculum Silo, tabernaculum suum, ubi habitavit in hominibus.
61 Örk sína lét hann falla í hendur óvinanna og vegsemd hans var óvirt af heiðingjum.
Et tradidit in captivitatem virtutem eorum, et pulchritudinem eorum in manus inimici.
62 Hann reiddist lýð sínum og lét hann falla fyrir sverði óvinanna.
Et conclusit in gladio populum suum, et hæreditatem suam sprevit.
63 Æskumenn Ísraels fórust í eldi og ungu stúlkurnar upplifðu ekki sinn brúðkaupsdag.
Juvenes eorum comedit ignis, et virgines eorum non sunt lamentatæ.
64 Prestunum var slátrað og ekkjur þeirra dóu áður en þær gátu harmað þá.
Sacerdotes eorum in gladio ceciderunt, et viduæ eorum non plorabantur.
65 Þá var sem Drottinn vaknaði af svefni, eins og hetja sem rís upp úr vímu,
Et excitatus est tamquam dormiens Dominus, tamquam potens crapulatus a vino.
66 og hann gaf þeim vænt spark í bakhlutann og sendi þá burt með skömm, sömu leið og þeir komu.
Et percussit inimicos suos in posteriora; opprobrium sempiternum dedit illis.
67 Hann hafnaði fjölskyldu Jósefs, ætt Efraíms,
Et repulit tabernaculum Joseph, et tribum Ephraim non elegit:
68 en kaus Júdaættkvísl og Síonfjall, sem hann elskar.
sed elegit tribum Juda, montem Sion, quem dilexit.
69 Þar reisti hann musteri sitt – voldugt og traust rétt eins og himin og jörð.
Et ædificavit sicut unicornium sanctificium suum, in terra quam fundavit in sæcula.
70 Hann kaus Davíð sem þjón sinn, tók hann frá sauðunum,
Et elegit David, servum suum, et sustulit eum de gregibus ovium; de post fœtantes accepit eum:
71 úr smalamennskunni, til að verða leiðtogi og hirðir þjóðar sinnar.
pascere Jacob servum suum, et Israël hæreditatem suam.
72 Og hann gætti hennar af öryggi og með hreinu hjarta.
Et pavit eos in innocentia cordis sui, et in intellectibus manuum suarum deduxit eos.]

< Sálmarnir 78 >