< Sálmarnir 46 >

1 Guð er mér hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. 2 Þess vegna óttumst við ekki, þótt heimurinn farist og fjöllin steypist í hafið. 3 Hafið æði og freyði, fjöllin nötri og skjálfi! 4 Lækir gleðinnar streyma frá borg Guðs – frá heilögum bústað Guðs hins hæsta. 5 Hér býr Guð, hún mun ekki haggast. Þegar þörf er á, kemur Guð henni til hjálpar. 6 Þjóðir risu upp og létu ófriðlega en þegar Guð talaði varð heimurinn að þagna og jörðin nötraði. 7 Drottinn, hann sem ræður hersveitum himinsins, er hér! Hann er á meðal okkar! Hann, Guð Jakobs, er kominn til að hjálpa. 8 Komið og sjáið máttarverk hans á jörðinni. 9 Hann stöðvar styrjaldir um víða veröld, brýtur vopnin og kastar á eld. 10 „Þögn! Standið kyrr! Vitið að ég er Guð! Allar þjóðir heims syni mér lotningu.“ 11 Drottinn hersveita himinsins er hér, hann er á meðal okkar! Hann, Guð Jakobs, er hér til að frelsa!

< Sálmarnir 46 >