< Sálmarnir 107 >

1 Þakkið Drottni, því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu.
O give thanks to the LORD, for [he is] good; for his mercy [endureth] for ever.
2 Hafi Drottinn frelsað þig, þá segðu frá því! Segðu öðrum frá því að hann hafi frelsað þig frá óvinum þínum.
Let the redeemed of the LORD say [so], whom he hath redeemed from the hand of the enemy;
3 Hann leiddi hina útlægu heim frá ystu endimörkum jarðarinnar.
And gathered them out of the lands, from the east, and from the west, from the north, and from the south.
4 Þeir ráfuðu heimilislausir um eyðimörkina,
They wandered in the wilderness in a solitary way; they found no city to dwell in.
5 hungraðir og þyrstir og að niðurlotum komnir.
Hungry and thirsty, their soul fainted in them.
6 „Drottinn, hjálpaðu okkur!“hrópuðu þeir, og hann svaraði bæn þeirra!
Then they cried to the LORD in their trouble, [and] he delivered them out of their distresses.
7 Hann leiddi þá í öruggt skjól, til byggilegrar borgar.
And he led them forth by the right way, that they might go to a city of habitation.
8 Ó, að þetta fólk vildi nú lofa Drottin fyrir miskunn hans og öll hans dásamlegu verk,
Oh that [men] would praise the LORD [for] his goodness, and [for] his wonderful works to the children of men!
9 því að hann svalar þyrstri sál og mettar hungraðan gæðum.
For he satisfieth the longing soul, and filleth the hungry soul with goodness.
10 Hverjir eru þessir sem sitja í myrkri og skugga dauðans, þjáðir af eymd og volæði?
Such as sit in darkness and in the shades of death, [being] bound in affliction and iron;
11 Þeir gerðu uppreisn gegn Drottni, fyrirlitu hann, hinn hæsta Guð.
Because they rebelled against the words of God, and contemned the counsel of the Most High:
12 Þess vegna beygði hann þá með mæðu. Þeir hrösuðu og enginn gat hjálpað þeim á fætur.
Therefore he brought down their heart with labor; they fell down, and [there was] none to help.
13 Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim!
Then they cried to the LORD in their trouble, [and] he saved them out of their distresses.
14 Hann leiddi þá út úr myrkri og skugga dauðans og braut fjötra þeirra.
He brought them out of darkness and the shades of death, and broke their bands asunder.
15 Þeir skulu lofa Drottin fyrir elsku hans og öll hans miskunnarverk!
Oh that [men] would praise the LORD [for] his goodness, and [for] his wonderful works to the children of men!
16 Því að hann mölvaði hlið dýflissunnar og braut sundur rimlana.
For he hath broken the gates of brass, and cut the bars of iron asunder.
17 Sumir kölluðu yfir sig ógæfu með heimsku sinni.
Fools, because of their transgression, and because of their iniquities, are afflicted.
18 Loks bauð þeim við öllum mat. Þeir sáu ekkert framundan nema dauðann.
Their soul abhorreth all manner of food; and they draw near to the gates of death.
19 Þá kölluðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim úr angist þeirra, kom þeim á réttan veg.
Then they cry to the LORD in their trouble, he saveth them out of their distresses.
20 Hann sendi út orð sitt og læknaði þá, hreif þá frá dyrum dauðans.
He sent his word, and healed them, and delivered [them] from their destructions.
21 Ó, að menn þessir vildu lofa Drottin fyrir elsku hans og öll hans dásemdarverk!
Oh that [men] would praise the LORD [for] his goodness, and [for] his wonderful works to the children of men!
22 Þeir þakki honum heilshugar og kunngjöri verk hans með gleði.
And let them sacrifice the sacrifices of thanksgiving, and declare his works with rejoicing.
23 Og svo eru þeir sem sigla um höfin, kaupmenn sem flytja vörur milli landa.
They that go down to the sea in ships, that do business on great waters;
24 Einnig þeir fá að reyna máttarverk Drottins.
These see the works of the LORD, and his wonders in the deep.
25 Hann kallar á storminn og lætur öldurnar rísa.
For he commandeth, and raiseth the stormy wind, which lifteth up its waves.
26 Skipin sveiflast til himins og hverfa í öldudali – öllum um borð fellst hugur í neyðinni.
They mount up to the heaven, they go down again to the depths: their soul is melted because of trouble.
27 Þeir ramba og skjögra eins og drukknir menn og vita ekki sitt rjúkandi ráð.
They reel to and fro, and stagger like a drunken man, and are at their wit's end.
28 Þá hrópa þeir til Drottins í neyð sinni og hann frelsar þá.
Then they cry to the LORD in their trouble, and he bringeth them out of their distresses.
29 Hann kyrrir bæði sjó og vind.
He maketh the storm a calm, so that the waves [of the sea] are still.
30 Hvílík blessun að ná höfn og njóta lognsins!
Then are they glad because they are quiet; so he bringeth them to their desired haven.
31 Ó, að þessir menn vildu þakka Drottni miskunn hans og öll hans dásemdarverk.
Oh that [men] would praise the LORD [for] his goodness, and [for] his wonderful works to the children of men!
32 Þeir lofi hann upphátt í söfnuðinum og í áheyrn leiðtoga Ísraels.
Let them exalt him also in the congregation of the people, and praise him in the assembly of the elders.
33 Hann þurrkar upp fljótin
He turneth rivers into a wilderness, and the water-springs into dry ground;
34 og gerir land óguðlegra að skorpinni saltsléttu.
A fruitful land into barrenness, for the wickedness of them that dwell in it.
35 En hann kann líka að breyta auðninni í frjósama og vatnsríka vin.
He turneth the wilderness into a standing water, and dry ground into water-springs.
36 Þangað leiðir hann hungraða sem setjast þar að og byggja sér borgir,
And there he maketh the hungry to dwell, that they may prepare a city for habitation;
37 sá í akra, gróðursetja víngarða og afla afurða.
And sow the fields, and plant vineyards, which may yield fruits of increase.
38 Þannig blessar hann! Og þeir margfaldast stórum og fénaði þeirra fjölgar.
He blesseth them also, so that they are multiplied greatly; and suffereth not their cattle to decrease.
39 Sumir missa allt í ofsókn, þjáningu og sorg,
Again, they are diminished and brought low through oppression, affliction, and sorrow.
40 því að Guð sendir hrokafullum skömm og lætur tignarmenn ráfa um í rústum,
He poureth contempt upon princes, and causeth them to wander in the wilderness, [where there is] no way.
41 en hann bjargar fátæklingum sem honum treysta, gefur þeim fjölda afkomenda og mikla hagsæld.
Yet he setteth the poor on high from affliction, and maketh him families like a flock.
42 Þetta sjá hinir guðhræddu og þeir gleðjast, meðan óguðlegir þegja í skömm.
The righteous shall see [it], and rejoice: and all iniquity shall stop her mouth.
43 Þú sem ert vitur, hugleiddu þetta! Hugsaðu um miskunn og kærleika Drottins.
Whoever [is] wise, and will observe these [things], even they shall understand the loving-kindness of the LORD.

< Sálmarnir 107 >