< Matteus 19 >

1 Að lokinni þessari ræðu hélt Jesús af stað frá Galíleu til Júdeu og lagði leið sína um héruðin austan Jórdanar.
Als Jesus diese Reden beendet hatte, zog er aus Galiläa weg und gelangte in die Gegend von Judäa überm Jordan drüben.
2 Mikill fjöldi fylgdi honum og hann læknaði sjúka.
Und große Scharen folgten ihm, und er heilte sie dort.
3 Þá komu til hans nokkrir farísear sem vildu ræða við hann og reyna að flækja hann í orðum. „Leyfir þú hjónaskilnað?“spurðu þeir.
Da traten Pharisäer zu ihm, versuchten ihn und fragten: "Ist es dem Mann erlaubt, sein Weib aus jedem beliebigen Grund zu entlassen?"
4 „Hafið þið ekki lesið Biblíuna?“spurði hann. „Þar stendur að í upphafi hafi Guð skapað karl og konu,
Er sprach zu ihnen: "Habt ihr denn nicht gelesen, daß der Schöpfer im Anfang die Menschen als Mann und Weib geschaffen hat
5 og sagt að karlmaðurinn ætti að fara að heiman frá foreldrum sínum og búa með eiginkonu sinni upp frá því.
und sprach: 'So wird der Mann den Vater und die Mutter verlassen und sich seinem Weib verbinden, und diese zwei werden zu einem Fleische werden?'
6 Þau tvö eiga að verða eitt – ekki framar tvö, heldur eitt! Enginn maður má aðskilja það sem Guð hefur sameinað.“
So sind sie also nicht mehr zwei, vielmehr ein einziges Fleisch. Was aber Gott vereinigt hat, das soll der Mensch nicht trennen."
7 „En af hverju sagði þá Móse að maðurinn gæti skilið við konu sína með því að afhenda henni skilnaðarbréf?“spurðu þeir.
Da sagten sie zu ihm: "Warum hat aber dann Moses geboten, den Scheidebrief zu geben und sie zu entlassen?"
8 „Móse leyfði ykkur skilnað vegna illsku ykkar og miskunnarleysis, “svaraði Jesús, „en það hafði Guð ekki upphaflega áformað.
Er sprach zu ihnen: "Weil Moses wegen eurer Herzenshärte es euch gestattet hat, eure Weiber zu entlassen, ursprünglich aber war es nicht so.
9 Ég segi: Sá sem skilur við konu sína af annarri ástæðu en þeirri að hún hafi verið honum ótrú og kvænist annarri, drýgir hór.“
Ich aber sage euch: Jeder, der sein Weib entläßt - auch nicht im Falle des Ehebruchs - und eine andere heiratet, der bricht die Ehe. Und wer eine Entlassene heiratet, bricht die Ehe."
10 „Ef svo er, “sögðu lærisveinarnir, „þá er nú betra að kvænast alls ekki!“
Da sprachen seine Jünger zu ihm: "Wenn so zwischen Mann und Weib das Rechtsverhältnis ist, dann ist nicht gut zu heiraten."
11 „Ég veit að ekki geta allir framfylgt þessu, “sagði Jesús, „aðeins þeir sem fá hjálp frá Guði.
Er aber sprach zu ihnen: "Nicht alle fassen dieses Wort, vielmehr nur jene, denen es gegeben ist.
12 Sumir eru fæddir þannig að þeir geta ekki lifað í hjónabandi, aðrir verða þannig af mannavöldum og enn aðrir vilja ekki gifta sig vegna guðsríkisins. Sá sem skilur orð mín ætti að fara eftir þeim.“
So gibt es Menschen, die vom Mutterschoße her unfähig sind zur Ehe; dann gibt es solche, die durch Menschen so geworden sind, und auch solche gibt es, die sich von sich aus des Himmelreiches wegen der Ehe enthalten. Wer es fassen kann, der fasse es."
13 Fólk færði lítil börn til Jesú og bað hann um að leggja hendur yfir þau og biðja fyrir þeim. Lærisveinarnir brugðust illa við þessu og sögðu: „Verið ekki að ónáða hann.“
Damals brachte man ihm Kinder, damit er seine Hände auf sie lege und bete. Allein die Jünger fuhren sie hart an.
14 En Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því slíkra er guðsríki.“
Doch Jesus sprach: "Lasset die Kinder und wehret es ihnen nicht, zu mir zu kommen; denn ihrer ist das Himmelreich."
15 Og hann lagði hendur sínar á höfuð þeirra, blessaði þau og hélt síðan áfram ferð sinni.
Dann legte er ihnen die Hände auf und ging weiter.
16 Maður nokkur kom til Jesú og spurði: „Meistari, hvaða góðverk þarf ég að gera til þess að eignast eilíft líf?“ (aiōnios g166)
Siehe, da trat einer auf ihn zu und fragte: " Guter Meister, was muß ich Gutes tun, um zum ewigen Leben zu gelangen?" (aiōnios g166)
17 „Hvers vegna spyrð þú mig um hið góða?“svaraði Jesús. „Einn er góður og það er Guð. En spurningu þinni skal ég svara. Þú kemst til himins, ef þú hlýðir boðorðunum.“
Er sprach zu ihm: "Was fragst du mich über das Gute? Einer ist der Gute Gott. Doch willst du zum Leben eingehen, so halte die Gebote."
18 „Hverjum?“spurði maðurinn. „Þessum, “svaraði Jesús: „Þú skalt ekki mann deyða, ekki drýgja hór, ekki stela, ekki ljúga,
"Welche?" fragte dieser weiter. Und Jesus sprach: "Zum Beispiel: 'Du sollst nicht töten!' 'Du sollst nicht ehebrechen!' 'Du sollst nicht stehlen!' 'Du sollst kein falsches Zeugnis geben!'
19 heiðraðu föður þinn og móður og elskaðu meðbróður þinn eins og sjálfan þig!“
'Du sollst Vater und Mutter ehren!' 'Du sollst deinen Nächsten lieben wie dich selbst!'"
20 „Ég hef alltaf hlýtt boðorðunum, “sagði ungi maðurinn, „hvað er það fleira sem ég þarf að gera?“
Da sprach der Jüngling zu ihm: "All dies habe ich von Jugend an gehalten. Was fehlt mir noch?"
21 Jesús svaraði: „Ef þú vilt verða fullkominn, þá skaltu selja allt sem þú átt, gefa fátækum andvirðið og þá muntu eignast fjársjóð á himnum. Komdu síðan og fylgdu mér.“
Und Jesus sprach zu ihm: "Willst du vollendet sein, geh hin, verkaufe deine Habe und schenke sie den Armen; du wirst dann einen Schatz im Himmel haben; dann komm und folge mir."
22 Þegar ungi maðurinn heyrði þetta varð hann dapur og gekk burt – hann var mjög ríkur.
Als der Jüngling dies hörte, ging er betrübt von dannen; denn er besaß viele Güter.
23 Þá sagði Jesús við lærisveinana: „Ríkum manni mun reynast erfitt að komast inn í guðsríki.
Und Jesus sprach zu seinen Jüngern: "Wahrlich, sage ich euch: Ein Reicher wird nur schwer ins Himmelreich gelangen.
24 Ég segi, það er auðveldara fyrir úlfalda að komast gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að komast inn í guðsríki!“
Ich wiederhole es: Es geht viel leichter ein Kamel durchs Nadelöhr, als ein Reicher in das Gottesreich."
25 Lærisveinarnir urðu forviða og spurðu: „Hver getur þá frelsast?“
Als die Jünger dies hörten, wurden sie sehr bestürzt und fragten: "Wer kann da noch gerettet werden?"
26 Jesús leit á þá einbeittur á svip og sagði: „Enginn, fyrir mannlegt tilstilli, en Guði eru allir hlutir mögulegir.“
Da sah sie Jesus an und sprach zu ihnen: "Bei den Menschen ist es freilich unmöglich; jedoch bei Gott ist alles möglich."
27 „En við sem yfirgáfum allt og fylgdum þér, “sagði Pétur, „hvað berum við úr býtum?“
Und Petrus nahm das Wort und sprach zu ihm: "Siehe, wir haben alles verlassen und sind dir nachgefolgt; was werden wir dafür erhalten?"
28 Jesús svaraði: „Þegar ég, Kristur, sest í hið dýrlega hásæti mitt í guðsríkinu, munuð þið sitja í tólf hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels.
Und Jesus sprach zu ihnen: "Wahrlich, sage ich euch: Auch ihr, die ihr mir gefolgt seid, werdet in der neuen Welt, wenn der Menschensohn auf dem Throne seiner Herrlichkeit sitzt, auf zwölf Thronen sitzen und die zwölf Stämme Israels regieren.
29 Hver sá sem yfirgefur heimili, bræður, systur, föður, móður, eiginkonu, börn eða eignir til að geta fylgt mér, mun fá hundraðfalt í staðinn og eignast eilíft líf. (aiōnios g166)
Wer immer Häuser, Brüder, Schwestern, Vater, Mutter oder Kinder und Äcker um meines Namens willen verläßt, der wird Hundertfältiges erhalten und ewiges Leben erben. (aiōnios g166)
30 Margir þeirra, sem nú eru fremstir, verða þá síðastir og hinir síðustu fremstir.“
Viele aber werden aus Ersten Letzte und aus Letzten Erste werden."

< Matteus 19 >