< Efesusbréfið 2 >

1 Áður voruð þið undir bölvun Guðs – þið voruð dauðadæmd vegna synda ykkar.
And you were dead in your trespasses and sins,
2 Þið bárust með straumnum og voruð eins og allir aðrir, bundin af synd og hlýðni við hinn volduga Satan, hinn volduga, sem ríkir í andaheiminum og starfar í þeim sem ekki trúa á Drottin. (aiōn g165)
in which you used to walk when you conformed to the ways of this world and of the ruler of the power of the air, the spirit who is now at work in the sons of disobedience. (aiōn g165)
3 Þannig var eitt sinn ástatt um okkur öll. Við létum stjórnast af illum hvötum, og gerðum allt það sem eigingirni okkar og vondar hugsanir leiddu okkur til – við gerðum bara eins og okkur sýndist. Þess vegna beið okkar ekki annað en dómur Guðs. Við vorum ofurseld reiði Guðs, eins og allir sem þannig er ástatt um.
All of us also lived among them at one time, fulfilling the cravings of our flesh and indulging its desires and thoughts. Like the rest, we were by nature children of wrath.
4 En Guð er svo sannarlega auðugur að miskunn.
But because of His great love for us, God, who is rich in mercy,
5 Þótt við værum andlega dauð og dæmd vegna synda okkar, elskaði hann okkur svo heitt að hann gaf okkur lífið á ný – það gerði hann þegar hann reisti Krist upp frá dauðum. Það er aðeins óverðskuldaðri miskunn hans að þakka að við höfum bjargast.
made us alive with Christ even when we were dead in our trespasses. It is by grace you have been saved!
6 Hann vakti okkur til nýs lífs með Kristi, flutti okkur inn í ríki hans og bjó okkur stað með honum í hinu himneska ríki – allt árangur af verki Jesú Krists.
And God raised us up with Christ and seated us with Him in the heavenly realms in Christ Jesus,
7 Til þess að við gætum borið vitni um óendanlegan kærleika hans, sem birtist í öllu því sem hann hefur gert fyrir okkur. (aiōn g165)
in order that in the coming ages He might display the surpassing riches of His grace, demonstrated by His kindness to us in Christ Jesus. (aiōn g165)
8 Það var miskunn Guðs að þakka að þið frelsuðust, með því að trúa á Krist. Trú ykkar er ekki ykkur að þakka, hún er líka gjöf frá Guði.
For it is by grace you have been saved through faith, and this not from yourselves; it is the gift of God,
9 Hjálpræði Guðs er ekki laun fyrir góðverk ykkar og þess vegna getur heldur enginn þakkað sjálfum sér það.
not by works, so that no one can boast.
10 Guð einn hefur gert okkur að því sem við erum og gefið okkur nýtt líf í Kristi Jesú, og hann ákvað fyrir löngu að þetta nýja líf skyldum við nota öðrum til hjálpar.
For we are God’s workmanship, created in Christ Jesus to do good works, which God prepared in advance as our way of life.
11 Því skuluð þið ekki gleyma að eitt sinn voruð þið heiðingjar og Gyðingarnir kölluðu ykkur guðlaus og „óhrein“. (Hjörtu þeirra voru reyndar líka óhrein, enda þótt þeir hefðu haldið fast við allar sínar trúarvenjur og látið umskera sig sem tákn um guðrækni.)
Therefore remember that formerly you who are Gentiles in the flesh and called uncircumcised by the so-called circumcision (that done in the body by human hands)—
12 Minnist þess að á þeim tíma þekktuð þið alls ekki Krist, þið voru óvinir þeirra sem tilheyra Guði og vissuð ekki að Guð vildi hjálpa ykkur. Þið voru glötuð, guðvana og vonlaus.
remember that at that time you were separate from Christ, alienated from the commonwealth of Israel, and strangers to the covenants of the promise, without hope and without God in the world.
13 Nú tilheyrið þið Kristi Jesú! Þótt þið væruð áður fyrr langt frá Guði, eruð þið nálæg honum nú. Allt er það því að þakka, sem Jesús Kristur gerði fyrir ykkur með dauða sínum.
But now in Christ Jesus you who once were far away have been brought near through the blood of Christ.
14 Jesús Kristur veitir okkur frið, og enginn annar. Hann hefur komið á friði milli okkar sem erum Gyðingar, og ykkar heiðingjanna, með því að gera okkur öll að einni fjölskyldu og brjóta niður vegginn, sem hafði aðskilið okkur svo lengi.
For He Himself is our peace, who has made the two one and has torn down the dividing wall of hostility
15 Með dauða sínum batt hann enda á þann bitra fjandskap sem var okkar á milli vegna lögmáls Gyðinganna. Lögin veittu Gyðingunum sérstöðu, en útilokuðu heiðingjana. Jesús dó til að binda enda á þetta lagakerfi Gyðinga. Eftir það sameinaði hann þessa tvo andstöðuhópa, með því að sameina þá sjálfum sér. Hann sameinaði okkur, svo að við urðum öll eitt. Hann gerði okkur að nýjum mönnum og þá loks komst friður á.
by abolishing in His flesh the law of commandments and decrees. He did this to create in Himself one new man out of the two, thus making peace
16 Af því að við erum nú limir á sama líkama, getum við ekki lengur borið kala hvert til annars, því að við höfum sæst við Guð. Þessari deilu lauk á krossinum.
and reconciling both of them to God in one body through the cross, by which He extinguished their hostility.
17 Síðan boðaði Guð okkur friðinn – ykkur heiðingjunum sem voruð svo fjarri honum og einnig okkur Gyðingunum sem stóðum nær.
He came and preached peace to you who were far away and peace to those who were near.
18 Nú eigum við öll, hvort sem við erum Gyðingar eða heiðingjar, aðgang að Guði föður með hjálp heilags anda, vegna þess sem Kristur hefur gert fyrir okkur.
For through Him we both have access to the Father by one Spirit.
19 Nú eruð þið ekki lengur ókunnug Guði og himinninn ekki framandi land. Nú eruð þið meðlimir í fjölskyldu Guðs. Þið eruð ríkisborgarar og heimamenn í landi hans, ásamt öllum öðrum sem kristnir eru.
Therefore you are no longer strangers and foreigners, but fellow citizens with the saints and members of God’s household,
20 Þið eruð eins og bygging sem stendur á grunni postulanna og spámannanna, en hornsteinn byggingarinnar er sjálfur Kristur Jesús.
built on the foundation of the apostles and prophets, with Christ Jesus Himself as the cornerstone.
21 Hann tengir okkur öll, sem trúum, saman og lætur okkur vaxa og styrkjast sem fagran helgidóm Guðs.
In Him the whole building is fitted together and grows into a holy temple in the Lord.
22 Já, þið eruð líka, Krists vegna, bústaður fyrir anda Guðs.
And in Him you too are being built together into a dwelling place for God in His Spirit.

< Efesusbréfið 2 >