< Tite 1 >

1 Paul, serviteur de Dieu, et apôtre de Jésus-Christ pour la foi des élus de Dieu, et pour la connaissance de la vérité, qui est selon la piété,
Frá Páli, þjóni Guðs og sendiboða Jesú Krists – sendur til að efla trú þeirra sem Guð hefur útvalið og kenna þeim að þekkja sannleika Guðs.
2 En vue de l'espérance de la vie éternelle, que Dieu, qui ne peut mentir, a promise avant les temps éternels; (aiōnios g166)
Sannleikur þessi vekur trú á Guð og leiðir til eilífs lífs. Þetta var óhagganleg fyrirætlun hans, áður en heimurinn varð til og það heit er enn í fullu gildi, því að Guð stendur við orð sín. (aiōnios g166)
3 Et qu'il a manifestée en son temps par sa parole, dont la prédication m'a été confiée, selon l'ordre de Dieu notre Sauveur,
En nú er rétti tíminn kominn, að hans mati, til að birta gleðifréttirnar og flytja þær öllum mönnum. Guð, frelsari okkar, trúði mér fyrir orði sínu og gaf mér skipun um að vinna að þessu verki.
4 A Tite, mon vrai fils dans notre commune foi: Grâce, miséricorde et paix de la part de Dieu le Père, et du Seigneur Jésus-Christ notre Sauveur!
Til Títusar, sonar míns í sameiginlegri trú. Guð, faðirinn, og Kristur Jesús, frelsari okkar, blessi þig og veiti þér frið.
5 La raison pour laquelle je t'ai laissé en Crète, c'est afin que tu achèves de mettre en ordre ce qui reste à régler, et que tu établisses des anciens dans chaque ville, suivant que je te l'ai ordonné,
Ég skildi þig eftir á Krít, til að gera það sem þurfti til eflingar söfnuðunum þar. Ég bað þig að útnefna presta og leiðtoga í hverri borg – menn sem fylgja fyrirmælum þeim sem ég gaf þér.
6 S'il s'y trouve quelqu'un qui soit irrépréhensible, mari d'une seule femme, ayant des enfants fidèles, qui ne soient pas accusés de dérèglement, ni d'insubordination.
Menn þessir verða að hafa gott orð á sér. Þeir verða að vera góðir eiginmenn og eiga trúuð, hlýðin og siðprúð börn.
7 Car il faut que l'évêque soit irrépréhensible, comme économe de Dieu; qu'il ne soit ni présomptueux, ni coléreux, ni adonné au vin, ni violent, ni porté au gain déshonnête;
Biskupar verða að vera óaðfinnanlegir, því að þeir eru þjónar Guðs. Þeir mega hvorki vera drambsamir né óþolinmóðir og ekki heldur drykkfelldir, óeirðagjarnir eða sólgnir í peninga.
8 Mais, au contraire, hospitalier, aimant les gens de bien, prudent, juste, saint, tempérant,
Þeir séu gestrisnir og elski allt sem gott er, grandvarir og heiðarlegir. Þeir verða að gæta hófs í hvívetna og hafa hreint hugarfar.
9 Attaché à la véritable doctrine qui doit être enseignée, afin qu'il soit capable, tant d'exhorter, selon la saine doctrine, que de convaincre ceux qui s'y opposent.
Þeir skulu halda fast við sannleikann, sem þeim var kenndur, svo að þeir geti frætt aðra og hrakið kenningar andstæðinganna.
10 Il y a, en effet, principalement parmi ceux de la circoncision, beaucoup de gens indisciplinés, de vains discoureurs et d'imposteurs, auxquels il faut fermer la bouche;
Margir neita að hlýða sannleikanum og þar á ég sérstaklega við þá sem segja að kristnir menn verði að hlýða lögum Gyðinga. Sú skoðun er út í hött. Hún hindrar að fólk sjái sannleikann,
11 Qui pervertissent des familles entières, enseignant pour un gain honteux ce qui ne convient pas.
og þess vegna verður að hrekja hana. Nú þegar hefur heilum fjölskyldum verið snúið frá náð Guðs. Þessir predikarar vilja fyrst og fremst komast yfir peninga fólks.
12 Quelqu'un d'entre eux, leur propre prophète, a dit: Les Crétois sont toujours menteurs; de méchantes bêtes, des ventres paresseux.
Maður úr þeirra eigin hópi, predikari frá Krít, hefur sagt um þá: „Þessir Kríteyingar eru allir lygarar! Þeir eru eins og latar skepnur, sem hugsa um það eitt að kýla vömbina!“
13 Ce témoignage est véritable. Pour cette raison, reprends-les sévèrement, afin qu'ils deviennent sains dans la foi,
Þetta er vissulega satt og þess vegna skaltu áminna hina kristnu alvarlega, svo að þeir verði heilbrigðir í trúnni,
14 Et ne s'attachent pas aux fables judaïques, ni aux ordonnances des hommes qui se détournent de la vérité.
og hafni þessum gyðingaævintýrum og fyrirmælum þeirra, sem snúið hafa baki við sannleikanum.
15 Tout est pur, il est vrai, pour ceux qui sont purs; mais rien n'est pur pour les impurs et les infidèles; au contraire, et leur esprit et leur conscience sont souillés.
Sá sem hefur hreint hjarta sér hið bjarta og góða við alla hluti en sá vantrúaði sér engan mun góðs og ills. Hugarfar hans og samviska er flekkað, eins og hann sjálfur, og mótar allt sem hann sér og heyrir.
16 Ils font profession de connaître Dieu, mais ils le renient par leurs œuvres, étant abominables, rebelles, et incapables d'aucune bonne œuvre.
Þeir menn telja sig þekkja Guð, en á líferni þeirra sést að svo er ekki. Hugarfar þeirra er spillt, þeir eru óhlýðnir og koma engu góðu til vegar.

< Tite 1 >