< 1 Corinthians 3 >

1 And I, brethren, was not able to speak to you as to spiritual, but as to fleshly — as to babes in Christ;
Kæru systkini, nú hef ég talað við ykkur eins og þið væruð enn ungbörn í trúnni eða eins og þeir sem ekki fylgja Drottni, heldur sínum eigin hvötum. Ég get ekki talað við ykkur eins og ég myndi tala við þroskaða menn, sem fylltir eru anda Guðs.
2 with milk I fed you, and not with meat, for ye were not yet able, but not even yet are ye now able,
Ég hef orðið að næra ykkur á mjólk en ekki á kjarngóðum mat, af því að hann hafið þið ekki þolað og þið verðið jafnvel enn að láta ykkur nægja mjólkina.
3 for yet ye are fleshly, for where [there is] among you envying, and strife, and divisions, are ye not fleshly, and in the manner of men do walk?
Þið eruð enn eins og smábörn og látið stjórnast af hvötum ykkar eingöngu, en ekki vilja Guðs. Þið eruð ennþá börn, sem fara sínu fram. Það sýnir afbrýðisemi ykkar hvers í annars garð og það að þið skiptið ykkur í deiluhópa. Satt að segja látið þið eins og fólk sem alls ekki tilheyrir Drottni.
4 for when one may say, 'I, indeed, am of Paul;' and another, 'I — of Apollos;' are ye not fleshly?
Þarna eruð þið og rífist um hvort ég sé meiri en Apollós og kljúfið þar með söfnuðinn. Sýnir þetta ekki hve lítið þið hafið þroskast í Drottni?
5 Who, then, is Paul, and who Apollos, but ministrants through whom ye did believe, and to each as the Lord gave?
Hver er ég, og hver er Apollós, að við skulum vera deiluefni ykkar? Við erum aðeins þjónar Guðs, hvor um sig með sína sérstöku hæfileika, og með hjálp okkar komust þið til trúar.
6 I planted, Apollos watered, but God was giving growth;
Mitt verk var að sá fræinu, orði Guðs, í hjörtu ykkar og verk Apollóss var að vökva það en það var Guð, en ekki við, sem lét það vaxa.
7 so that neither is he who is planting anything, nor he who is watering, but He who is giving growth — God;
Þeir sem sá og þeir sem vökva skipta ekki máli, en Guð skiptir öllu máli því að hann gefur vöxtinn.
8 and he who is planting and he who is watering are one, and each his own reward shall receive, according to his own labour,
Við Apollós vinnum saman að sama markmiði, þótt hvor okkar um sig muni hljóta laun í samræmi við erfiði sitt.
9 for of God we are fellow-workmen; God's tillage, God's building ye are.
Við erum samverkamenn Guðs. Þið eruð akur Guðs en ekki okkar. Þið eruð hús Guðs en ekki okkar.
10 According to the grace of God that was given to me, as a wise master-builder, a foundation I have laid, and another doth build on [it],
Guð hefur af gæsku sinni kennt mér hvernig á að byggja. Ég lagði grunninn en Apollós byggði ofan á, og sá sem byggir ofan á verður að gæta vel að hvernig hann byggir.
11 for other foundation no one is able to lay except that which is laid, which is Jesus the Christ;
Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem þegar er lagður og er Jesús Kristur.
12 and if any one doth build upon this foundation gold, silver, precious stones, wood, hay, straw —
En margs konar efni er hægt að nota til að byggja ofan á þennan grunn. Sumir nota gull, silfur og dýra steina en aðrir nota tré, hey eða strá.
13 of each the work shall become manifest, for the day shall declare [it], because in fire it is revealed, and the work of each, what kind it is, the fire shall prove;
Þegar Kristur kemur að dæma heiminn, mun reyna á, hvers konar efni það er sem hver um sig hefur notað. Verk hvers og eins verður reynt í eldi, svo að allir geti séð hvort það stenst og hvort eitthvert gagn var að því.
14 if of any one the work doth remain that he built on [it], a wage he shall receive;
Þá mun hver sá hljóta laun, sem stenst prófið, það er að segja sá sem hefur byggt ofan á grunninn úr réttu efni.
15 if of any the work is burned up, he shall suffer loss; and himself shall be saved, but so as through fire.
Brenni hins vegar það sem einhver hefur reist, þá mun hann verða fyrir miklu tjóni. Sjálfur mun hann þó frelsast eins og sá sem bjargast úr eldi.
16 have ye not known that ye are a sanctuary of God, and the Spirit of God doth dwell in you?
Skiljið þið ekki að þið eruð öll hús Guðs og andi Guðs býr með ykkur í því húsi?
17 if any one the sanctuary of God doth waste, him shall God waste; for the sanctuary of God is holy, the which ye are.
Ef einhver óhreinkar eða spillir húsi Guðs, þá mun Guð eyða honum, því að hús Guðs er heilagt og hreint og slíkt hús eruð þið.
18 Let no one deceive himself; if any one doth seem to be wise among you in this age — let him become a fool, that he may become wise, (aiōn g165)
Hættið að blekkja sjálf ykkur! Ef þið teljið ykkur vel greind, eftir mati þessa heims, leggið þá allt slíkt sjálfsmat á hilluna og teljið ykkur vankunnandi, annars missið þið af hinni sönnu visku frá Guði. (aiōn g165)
19 for the wisdom of this world is foolishness with God, for it hath been written, 'Who is taking the wise in their craftiness;'
Viska þessa heims er heimska í augum Guðs. Eins og Jobsbók segir þá notar Guð snilli mannsins til að veiða hann í gildru. Hann hrasar um sína eigin speki og dettur.
20 and again, 'The Lord doth know the reasonings of the wise, that they are vain.'
Og í Davíðssálmum er okkur sagt að Drottinn viti fullvel hvernig mannleg speki bregst við og hversu heimskuleg og fánýt þau viðbrögð séu.
21 So then, let no one glory in men, for all things are yours,
Stærið ykkur ekki af visku einhverra spekinga. Guð hefur þegar gefið ykkur allt sem þið þurfið.
22 whether Paul, or Apollos, or Cephas, or the world, or life, or death, or things present, or things about to be — all are yours,
Hann hefur gefið ykkur Pál og Apollós til hjálpar. Hann hefur gefið ykkur allan heiminn til afnota. Einnig lífið og dauðinn eru ykkur til þjónustu. Hann hefur gefið ykkur allt hið liðna og alla framtíð. Allt tilheyrir ykkur
23 and ye [are] Christ's, and Christ [is] God's.
og þið tilheyrið Kristi, og Kristur er Guðs.

< 1 Corinthians 3 >