< Romans 14 >

1 Receive him that is weak in the faith, but not to disputes about doubtful matters:
Sýndu hverjum kristnum manni, sem til þín leitar, vinarhug og gagnrýndu hann ekki þótt trú hans sé veik og hann hafi aðrar skoðanir en þú um hvað sé rétt eða rangt.
2 for one believeth that he may eat any food; another, who is weak, liveth upon herbs.
Þú ættir til dæmis ekki að deila við hann um hvort leyfilegt sé að borða kjöt, sem notað hefur verið í fórn til skurðgoðanna, eða ekki. Slíkt er þér ef til vill ekkert vandamál, en trú hans er veikari en þín og honum finnst það vera rangt og því neytir hann alls ekki kjöts, sé það fórnarkjöt, heldur grænmetis.
3 Let not him, that eateth, despise him that eateth not; and let not him, that eateth not, censure him that eateth: for God hath received him.
Þeir sem ekkert sjá athugavert við það að borða slíkt kjöt, mega ekki líta niður á þá sem láta þess óneytt og sért þú einn þeirra, þá skaltu ekki gagnrýna þá sem hafa aðra skoðun, því að Guð hefur tekið þá að sér sem sín börn.
4 Who art thou that judgest the servant of another? To his own master he standeth or falleth: yea, he shall be established; for God is able to establish him.
Þeir eru þjónar Guðs en ekki ykkar. Látið Guð um að segja þeim hvort þeir hafi á réttu eða röngu að standa, því hann er fullkomlega fær um að gera það.
5 One preferreth some days to others; another esteemeth every day alike. Let every one be fully satisfied in his own mind.
Sumum finnst að kristnir menn eigi að líta á helgidaga Gyðinga sem sína tilbeiðsludaga, en aðrir segja það rangt og finnst heimskulegt að fara eftir reglum Gyðinga að því leyti, því að allir dagar séu jafnir fyrir Guði. Hver og einn verður að taka eigin ákvörðun um slíka hluti.
6 He that regardeth a day regardeth it to the Lord; and he that regardeth not the day, in deference to the Lord he doth not regard it. So he, that eateth all sorts of food, eateth to the Lord; for he giveth God thanks for it; and he that eateth not of some kinds of food, in deference to the Lord he eateth not, and giveth God thanks for the rest.
Notir þú ákveðna daga til að tilbiðja Drottin, þá er það gert honum til heiðurs og slíkt er góður siður. Sama er að segja um þann sem neytir kjöts sem fórnað hefur verið skurðgoðunum, hann þakkar Guði fyrir kjötið og er það rétt. Þeim, hins vegar, sem ekki vill snerta slíkt kjöt, er einnig umhugað um að þóknast Drottni og hann er þakklátur.
7 For none of us liveth to himself, and no one dieth to himself:
Við lifum ekki aðeins sjálfra okkar vegna og getum því ekki lifað og dáið eins og okkur þóknast.
8 but if we live, we live to the Lord; and if we die, we die unto the Lord: whether we live therefore, or die, we are the Lord's.
Hvort sem við lifum eða deyjum, þá tilheyrum við Drottni, því hans erum við.
9 For to this end Christ both died, and rose, and lives again, that He might be Lord both of the dead and of the living.
Kristur dó og reis síðan upp til að vera Drottinn okkar og konungur, bæði í lífi og dauða.
10 But why dost thou censure thy brother? or why dost thou set at nought thy brother? since we shall all stand before the tribunal of Christ;
Þú hefur engan rétt til að gagnrýna trúbróður þinn né líta niður á hann. Minnstu þess að við verðum hvert um sig að standa frammi fyrir dómstóli Guðs.
11 for it is written, As I live, saith the Lord, every knee shall bow to me, and every tongue shall confess to God.
Í Gamla testamentinu stendur: „Svo sannarlega sem ég lifi, “segir Drottinn, „mun hver maður verða að krjúpa á kné fyrir mér og sérhver tunga viðurkenna að ég er Guð.“
12 So that every one of us shall give an account of himself to God.
Sérhvert okkar verður að standa Guði reikningsskil á lífi sínu,
13 Let us not therefore judge one another any more: but judge this rather, not to lay a stumbling-block or scandal before a brother.
hættið því að gagnrýna hvert annað! Reynið heldur að lifa þannig að þið verðið aldrei trúsystkinum ykkar að falli og látið þau því ekki sjá ykkur gera neitt það sem þau álíta vera rangt.
14 I know and have been taught by the Lord Jesus, that nothing is unclean of itself: only to him that thinketh any thing unclean, to him it is unclean.
Ég er þess fullviss, vegna samfélags míns við Drottin Jesú, að ekkert er rangt við það að neyta kjöts sem fórnað hefur verið skurðgoðunum, en ef einhver álítur það rangt, þá ætti hann ekki að neyta þess trúar sinnar vegna.
15 But if thy brother be grieved by thy food, thou dost not herein walk in love. Do not by thy food destroy him, for whom Christ died.
Viljir þú halda áfram að neyta þess matar sem þú veist að veldur trúsystkini þínu hugarangri, þá framgengur þú ekki í kærleika. Láttu ekki neysluvenjur þínar verða þeim til tjóns, sem Kristur dó fyrir.
16 Let not your liberty then be evil-spoken of: for the kingdom of God consists not in meat and drink;
Forðastu að gera það sem þú veist að verður gagnrýnt, enda þótt þú vitir að sú gagnrýni sé ósanngjörn.
17 but in righteousness and peace, and joy in the holy Ghost: for he,
Þegar allt kemur til alls, þá skiptir það okkur kristna menn ekki mestu hvað við borðum eða drekkum, heldur að lifa í kærleika, friði og fögnuði heilags anda.
18 that in these serveth Christ, is acceptable to God, and approved by men.
Ef þú gerir Krist að húsbónda í lífi þínu að því er þetta varðar, þá mun það bæði gleðja Guð og menn.
19 Let us then pursue peace, and mutual edification.
Keppum því eftir að efla frið og sameiginlega uppbyggingu kirkjunnar,
20 Do not for the sake of meat destroy thy brother who is the work of God: all things indeed are pure; but to the man that eateth with offence it is evil.
og rífum ekki niður verk Guðs fyrir einn kjötbita!
21 It is good not to eat flesh, nor to drink wine, nor to do any thing at which thy brother stumbleth, or is offended, or weakened.
Bindindi á kjöt og vín er rétt ef neysla þess hneykslar trúsystkini okkar og leiðir þau í synd.
22 Thou who hast faith, have it to thyself before God: and happy is he that condemneth not himself in what he alloweth himself to do.
Haltu fast við trúarsannfæringu þína, en notaðu hana samt ekki til að storka öðrum.
23 But he that hath any scruple, is condemned if he eat; because he doth it not with faith: and whatsoever is not of faith, is sin.
Sá sem fær slæma samvisku af að hafa borðað kjöt, ætti að láta það ógert, því að sá syndgar sem gerir eitthvað gegn betri vitund.

< Romans 14 >