< Psalms 51 >

1 For the leader. A psalm of David, when Nathan the prophet come to him after he had been with Bathsheba. In your kindness, O God, be gracious to me, in your own great pity blot out my transgressions.
Þennan sálm orti Davíð eftir að Natan spámaður hafði birt honum dóm Guðs vegna hórdóms hans með Batsebu og morðsins á Úría eiginmanni hennar. Þú góði og miskunnsami Guð, ó, fyrirgefðu mér! Vertu mér náðugur! Taktu burt synd mína og skömm!
2 Wash me clean of my guilt, make me pure of my sin.
Þvoðu mig hreinan af syndasekt minni. Hreinsaðu hjarta mitt
3 For well I know my transgressions, my sin is ever before me.
því að ég játa synd mína – daga og nætur minnir hún á sig!
4 Against you, only you, have I sinned, and done that which is wrong in your sight: you therefore are just when you speak, and clear when you utter judgment.
Gegn þér, já þér einum, hef ég brotið. Drýgt hræðilega synd. Þú varst vitni að öllu þessu og dómur þinn er réttlátur.
5 See! In guilt was I brought to the birth, and in sin did my mother conceive me.
Syndugur var ég þegar móðir mín fæddi mig, sekur þegar ég varð til.
6 It’s the innermost truth you desire, give me therefore true wisdom of heart.
Þú vilt að menn séu hreinskilnir við sjálfa sig, einlægir og segi satt. Gefðu mér náð til að gera það!
7 Purge me clean with hyssop, wash me whiter than snow.
Þvoðu mig að ég verði hreinn, hreinsaðu mig svo ég verði hvítari en snjór.
8 Fill me with joy and gladness, let the bones you have broken rejoice.
Og þegar þú hefur refsað mér, þá gefðu mér gleði mína á ný.
9 Hide your face from my sins, and blot out my guilt altogether.
Einblíndu ekki á syndir mínar, heldur afmáðu þær allar.
10 Create me a clean heart, O God, put a new steadfast spirit within me.
Skapaðu í mér nýtt og hreint hjarta, ó Guð! Gefðu mér þinn heilaga anda svo að ég hugsi rétt og þrái það sem gott er.
11 Cast me not forth from your presence, withdraw not your holy spirit.
Varpaðu mér ekki burt frá þér og taktu ekki þinn heilaga anda frá mér.
12 Give me back the joy of your help, with a willing spirit sustain me.
Fylltu mig aftur gleði þíns hjálpræðis og löngun til að hlýða þér!
13 I will teach your ways to transgressors, and sinners shall turn to you.
Þá get ég leitt aðra syndara inn á veg þinn svo að þeir – sekir eins og ég – játi syndir sínar og snúi sér til þín.
14 Save me from blood, O God, and my tongue shall ring out your faithfulness.
Frelsaðu mig frá dauðans háska, ó Guð minn. Þú einn getur frelsað mig!
15 Open my lips, O Lord, and my mouth shall declare your praise.
Leyf mér að syngja um miskunn þína, Drottinn. Opnaðu varir mínar svo að ég megi vegsama þig!
16 For in sacrifice you have no pleasure, in gifts of burnt-offering no delight.
Þú hefur ekki þóknun á dýrafórnum, annars myndi ég láta þær í té. Og brennifórnir eru ekki í uppáhaldi hjá þér.
17 The sacrifice pleasing to God is a spirit that is broken; a heart that is crushed, O God, you will not despise.
Þetta vilt þú: Auðmjúkan anda og iðrandi samvisku. Þann sem iðrast af öllu hjarta, munt þú ó Guð, ekki fyrirlíta.
18 Do good in your pleasure to Zion, build the walls of Jerusalem.
Drottinn, lát Ísrael ekki gjalda syndar minnar. Hjálpaðu þjóð þinni og vernda Jerúsalem.
19 Then will you welcome the due forms of sacrifice, then on your altars shall bullocks be offered.
Þegar hjarta mitt er rétt gagnvart þér, þá gleðst þú yfir verkum mínum og því sem ég fórna á altari þínu.

< Psalms 51 >