< Matthew 26 >

1 When Jesus had finished all these words, he said to his disciples,
Þegar Jesús hafði lokið ræðu sinni, sagði hann við lærisveinana:
2 “You know that after two days the Passover is coming, and the Son of Man will be delivered up to be crucified.”
„Þið vitið að eftir tvo daga koma páskarnir og þá verð ég svikinn og krossfestur.“
3 Then the chief priests, the scribes, and the elders of the people were gathered together in the court of the high priest, who was called Caiaphas.
Um svipað leyti héldu prestarnir fund, ásamt öðrum embættismönnum Gyðinga, í höll Kaífasar æðsta prests.
4 They took counsel together that they might take Jesus by deceit and kill him.
Þeir voru að bollaleggja hvernig þeir gætu handtekið Jesú svo lítið bæri á og líflátið hann.
5 But they said, “Not during the feast, lest a riot occur among the people.”
„En ekki á sjálfum páskunum, því þá er svo margt aðkomufólk í borginni og hætt við óeirðum, “samþykktu þeir.
6 Now when Jesus was in Bethany, in the house of Simon the leper,
Jesús fór til Betaníu, heim til Símonar holdsveika.
7 a woman came to him having an alabaster jar of very expensive ointment, and she poured it on his head as he sat at the table.
Meðan hann mataðist, kom þangað inn kona sem hélt á flösku með mjög dýrri ilmolíu, og hellti henni yfir höfuð hans.
8 But when his disciples saw this, they were indignant, saying, “Why this waste?
Lærisveinarnir urðu gramir og sögðu sín á milli: „Til hvers er þessi sóun? Þetta hefði mátt selja fyrir stórfé og gefa peningana fátækum.“
9 For this ointment might have been sold for much and given to the poor.”
10 However, knowing this, Jesus said to them, “Why do you trouble the woman? She has done a good work for me.
Jesús las hugsanir þeirra og sagði: „Hví eruð þið að hryggja konuna? Hún gerði góðverk á mér.
11 For you always have the poor with you, but you do not always have me.
Þið hafið ávallt fátæka hjá ykkur, en ekki mig.
12 For in pouring this ointment on my body, she did it to prepare me for burial.
Hún hellti ilmvatni þessu yfir mig til þess að búa líkama minn til greftrunar.
13 Most certainly I tell you, wherever this Good News is preached in the whole world, what this woman has done will also be spoken of as a memorial of her.”
Hennar mun verða minnst og þess getið sem hún gerði, hvar sem fagnaðarboðskapurinn verður fluttur.“
14 Then one of the twelve, who was called Judas Iscariot, went to the chief priests
Þá fór einn postulanna tólf, Júdas Ískaríot, til æðstu prestanna
15 and said, “What are you willing to give me if I deliver him to you?” So they weighed out for him thirty pieces of silver.
og spurði: „Hve mikið viljið þið borga mér fyrir að koma Jesú í hendur ykkar?“Þeir greiddu honum þrjátíu silfurpeninga.
16 From that time he sought opportunity to betray him.
Upp frá því beið Júdas eftir hentugu tækifæri til að svíkja Jesú í hendur þeirra.
17 Now on the first day of unleavened bread, the disciples came to Jesus, saying to him, “Where do you want us to prepare for you to eat the Passover?”
Á fyrsta degi páskahátíðarinnar (Gyðingar fjarlægðu þegar allt súrdeig – gerbrauð – af heimilum sínum) komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu hann: „Hvar eigum við að undirbúa páskamáltíðina?“
18 He said, “Go into the city to a certain person, and tell him, ‘The Teacher says, “My time is at hand. I will keep the Passover at your house with my disciples.”’”
„Farið inn í borgina, “svaraði Jesús, „finnið mann nokkurn og segið við hann: „Meistari okkar segir: Minn tími er kominn. Hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum.““
19 The disciples did as Jesus commanded them, and they prepared the Passover.
Lærisveinarnir gerðu eins og Jesús sagði og undirbjuggu páskamáltíðina.
20 Now when evening had come, he was reclining at the table with the twelve disciples.
Þetta kvöld, þegar hann var sestur til borðs ásamt lærisveinunum tólf, sagði hann: „Ég veit að einn ykkar mun svíkja mig.“
21 As they were eating, he said, “Most certainly I tell you that one of you will betray me.”
22 They were exceedingly sorrowful, and each began to ask him, “It is not me, is it, Lord?”
Hryggð og ótti greip lærisveinana og þeir spurðu hver um sig: „Ekki þó ég?“Jesús svaraði:
23 He answered, “He who dipped his hand with me in the dish will betray me.
„Það er sá sem ég þjónaði fyrst í kvöld.“
24 The Son of Man goes even as it is written of him, but woe to that man through whom the Son of Man is betrayed! It would be better for that man if he had not been born.”
„Ég verð að deyja eins og spáð var, en vei þeim manni sem því veldur. Betra væri honum að hann hefði aldrei fæðst.“
25 Judas, who betrayed him, answered, “It is not me, is it, Rabbi?” He said to him, “You said it.”
Júdas sem varð til þess að svíkja hann, spurði líka: „Er það ég?“Og Jesús svaraði: „Já.“
26 As they were eating, Jesus took bread, gave thanks for it, and broke it. He gave to the disciples and said, “Take, eat; this is my body.”
Meðan á máltíðinni stóð tók Jesús brauð, blessaði það og braut í sundur, rétti lærisveinunum og sagði: „Takið þetta og neytið, það er líkami minn.“
27 He took the cup, gave thanks, and gave to them, saying, “All of you drink it,
Og hann tók bikar með víni, gjörði þakkir, rétti þeim og sagði: „Drekkið allir hér af,
28 for this is my blood of the new covenant, which is poured out for many for the remission of sins.
því þetta er blóð mitt, innsigli nýja sáttmálans. Því er úthellt til syndafyrirgefningar fyrir marga.
29 But I tell you that I will not drink of this fruit of the vine from now on, until that day when I drink it anew with you in my Father’s Kingdom.”
Takið eftir þessum orðum mínum: Ég mun ekki drekka vín á ný fyrr en ég drekk það nýtt með ykkur í ríki föður míns.“
30 When they had sung a hymn, they went out to the Mount of Olives.
Þegar þeir höfðu sungið lofsöng fóru þeir út til Olíufjallsins.
31 Then Jesus said to them, “All of you will be made to stumble because of me tonight, for it is written, ‘I will strike the shepherd, and the sheep of the flock will be scattered.’
Jesús sagði við þá: „Í nótt munuð þið allir yfirgefa mig. Í Ritningunni stendur að Guð muni slá hirðinn og hjörðin tvístrast.
32 But after I am raised up, I will go before you into Galilee.”
En eftir að ég er risinn upp frá dauðum fer ég til Galíleu og hitti ykkur þar.“
33 But Peter answered him, “Even if all will be made to stumble because of you, I will never be made to stumble.”
„Þótt allir aðrir yfirgefi þig, mun ég ekki gera það, “sagði Pétur.
34 Jesus said to him, “Most certainly I tell you that tonight, before the rooster crows, you will deny me three times.”
Jesús svaraði: „Sannleikurinn er þó sá, að einmitt í nótt, áður en hani galar við sólarupprás, munt þú afneita mér þrisvar.“
35 Peter said to him, “Even if I must die with you, I will not deny you.” All of the disciples also said likewise.
„Fyrr mun ég deyja!“svaraði Pétur og allir hinir tóku í sama streng.
36 Then Jesus came with them to a place called Gethsemane, and said to his disciples, “Sit here, while I go there and pray.”
Jesús fór síðan með lærisveinana inn í garð sem heitir Getsemane, og bað þá að setjast niður meðan hann færi spölkorn lengra til að biðjast fyrir.
37 He took with him Peter and the two sons of Zebedee, and began to be sorrowful and severely troubled.
Hann fékk með sér þá Pétur og bræðurna Jakob og Jóhannes Sebedeussyni. Mikill ótti og örvænting kom yfir Jesú og hann sagði:
38 Then Jesus said to them, “My soul is exceedingly sorrowful, even to death. Stay here and watch with me.”
„Sál mín er buguð af ótta og angist allt til dauða. Bíðið hér og vakið með mér.“
39 He went forward a little, fell on his face, and prayed, saying, “My Father, if it is possible, let this cup pass away from me; nevertheless, not what I desire, but what you desire.”
Hann gekk lítið eitt lengra, hneig til jarðar og bað: „Faðir minn! Taktu þennan bikar frá mér ef mögulegt er, en verði þó þinn vilji en ekki minn.“
40 He came to the disciples and found them sleeping, and said to Peter, “What, could not you watch with me for one hour?
Síðan kom hann aftur til lærisveinanna þriggja og fann þá sofandi. „Pétur!“kallaði hann, „gastu ekki einu sinni vakað með mér eina stund?
41 Watch and pray, that you do not enter into temptation. The spirit indeed is willing, but the flesh is weak.”
Vakið og biðjið, til þess að þið fallið ekki í freistni. Andinn er fús, en holdið er veikt!“
42 Again, a second time he went away and prayed, saying, “My Father, if this cup cannot pass away from me unless I drink it, your desire be done.”
Hann fór frá þeim aftur og bað: „Faðir! Ef ekki er unnt að taka þennan bikar frá mér án þess að ég tæmi hann, þá verði þinn vilji.“
43 He came again and found them sleeping, for their eyes were heavy.
Síðan sneri hann aftur til þeirra og fann þá enn sofandi, því þeir gátu ekki haldið augunum opnum.
44 He left them again, went away, and prayed a third time, saying the same words.
Hann yfirgaf þá enn og baðst fyrir í þriðja sinn með sömu orðum.
45 Then he came to his disciples and said to them, “Are you still sleeping and resting? Behold, the hour is at hand, and the Son of Man is betrayed into the hands of sinners.
Eftir það fór hann aftur til lærisveinanna og sagði: „Sofið þið enn og hvílist? Stundin er komin! Ég hef verið svikinn í hendur vondra manna.
46 Arise, let’s be going. Behold, he who betrays me is at hand.”
Standið upp, förum! Sjáið! Þarna kemur sá sem svíkur mig.“
47 While he was still speaking, behold, Judas, one of the twelve, came, and with him a great multitude with swords and clubs, from the chief priests and elders of the people.
Meðan hann var enn að tala kom Júdas, einn postulana tólf, og með honum fjöldi manna, sem vopnaðir voru sverðum og bareflum. Þessa menn höfðu leiðtogar Gyðinga sent.
48 Now he who betrayed him had given them a sign, saying, “Whoever I kiss, he is the one. Seize him.”
Júdas hafði sagt þeim að handtaka þann sem hann heilsaði með kossi, því að hann væri maðurinn sem þeir vildu ná.
49 Immediately he came to Jesus, and said, “Greetings, Rabbi!” and kissed him.
Júdas gekk því beint til Jesú og sagði: „Sæll, meistari!“
50 Jesus said to him, “Friend, why are you here?” Then they came and laid hands on Jesus, and took him.
„Vinur minn, “sagði Jesús, „hvers vegna komstu hingað?“Þá gripu sendimennirnir Jesú.
51 Behold, one of those who were with Jesus stretched out his hand and drew his sword, and struck the servant of the high priest, and cut off his ear.
Einn lærisveina Jesú dró þá sverð úr slíðrum og hjó annað eyrað af þjóni æðsta prestsins.
52 Then Jesus said to him, “Put your sword back into its place, for all those who take the sword will die by the sword.
„Slíðraðu sverðið!“sagði Jesús. „Þeir sem beita sverði munu falla fyrir sverði.
53 Or do you think that I could not ask my Father, and he would even now send me more than twelve legions of angels?
Veistu ekki að ég gæti beðið föður minn um þúsundir engla okkur til varnar og hann mundi þegar í stað senda þá?
54 How then would the Scriptures be fulfilled that it must be so?”
En hvernig ættu orð Biblíunnar þá að rætast?“
55 In that hour Jesus said to the multitudes, “Have you come out as against a robber with swords and clubs to seize me? I sat daily in the temple teaching, and you did not arrest me.
Síðan ávarpaði Jesús mennina og sagði: „Er ég hættulegur afbrotamaður, fyrst þið þurftuð að koma vopnaðir sverðum og bareflum til að handtaka mig? Ég hef gengið um á meðal ykkar og kennt daglega í musterinu en þið handtókuð mig ekki.
56 But all this has happened that the Scriptures of the prophets might be fulfilled.” Then all the disciples left him and fled.
En þetta, sem nú er að gerast er uppfylling spádóma Biblíunnar.“Þá yfirgáfu allir lærisveinarnir hann og flúðu.
57 Those who had taken Jesus led him away to Caiaphas the high priest, where the scribes and the elders were gathered together.
Þeir sem handtóku Jesú fóru nú með hann til bústaðar Kaífasar, æðsta prestsins, því þar voru allir leiðtogar Gyðinga saman komnir.
58 But Peter followed him from a distance to the court of the high priest, and entered in and sat with the officers, to see the end.
Pétur læddist í humátt á eftir og smeygði sér inn í hallargarð æðsta prestsins og settist niður hjá þjónunum. Þar beið hann þess að sjá hvað yrði um Jesú.
59 Now the chief priests, the elders, and the whole council sought false testimony against Jesus, that they might put him to death,
Æðstu prestarnir – og reyndar allur hæstiréttur Gyðinga – leituðu nú manna er borið gætu lognar sakir á Jesú. Ætlun þeirra var að höfða mál gegn honum og fá hann dæmdan til dauða.
60 and they found none. Even though many false witnesses came forward, they found none. But at last two false witnesses came forward
En þótt þeir fyndu marga sem vildu bera falsvitni, þá bar vitnisburði þeirra ekki saman. Að lokum fundust þó tveir sem sögðu: „Þessi maður sagði: „Ég er fær um að brjóta niður musteri Guðs og reisa það aftur á þrem dögum.““
61 and said, “This man said, ‘I am able to destroy the temple of God, and to build it in three days.’”
62 The high priest stood up and said to him, “Have you no answer? What is this that these testify against you?”
Þá stóð æðsti presturinn upp og sagði við Jesú: „Sagðir þú þetta? Svaraðu! Já, eða nei!“
63 But Jesus stayed silent. The high priest answered him, “I adjure you by the living God that you tell us whether you are the Christ, the Son of God.”
Jesús þagði. Þá hélt æðsti presturinn áfram og sagði: „Ég krefst þess í nafni hins lifandi Guðs, að þú svarir eftirfarandi spurningu: Heldur þú því fram að þú sért Kristur, Guðssonurinn?“
64 Jesus said to him, “You have said so. Nevertheless, I tell you, after this you will see the Son of Man sitting at the right hand of Power, and coming on the clouds of the sky.”
„Já, ég er hann og þú munt síðar sjá mig, Krist, sitja við hægri hönd Guðs og koma á skýjum himinsins, “svaraði Jesús.
65 Then the high priest tore his clothing, saying, “He has spoken blasphemy! Why do we need any more witnesses? Behold, now you have heard his blasphemy.
Þá reif æðsti presturinn klæði sín og hrópaði: „Guðlast! Nú þurfum við ekki frekar vitnanna við. Þið heyrðuð hann allir segja það! Hver er nú dómur ykkar?“Þeir hrópuðu: „Hann skal deyja!“
66 What do you think?” They answered, “He is worthy of death!”
67 Then they spat in his face and beat him with their fists, and some slapped him,
Síðan hræktu þeir í andlit hans og slógu með prikum og sögðu:
68 saying, “Prophesy to us, you Christ! Who hit you?”
„Kristur! Gettu hver sló þig núna?“
69 Now Peter was sitting outside in the court, and a maid came to him, saying, “You were also with Jesus, the Galilean!”
Á meðan þetta fór fram sat Pétur úti í hallargarðinum. Þá kom til hans stúlka og sagði: „Þú varst líka með Jesú og þið eruð báðir frá Galíleu.“
70 But he denied it before them all, saying, “I do not know what you are talking about.”
Þessu neitaði Pétur svo allir heyrðu og hrópaði reiðilega: „Ég veit ekki um hvað þú ert að tala!“
71 When he had gone out onto the porch, someone else saw him and said to those who were there, “This man also was with Jesus of Nazareth.”
Seinna tók önnur stúlka eftir honum úti við hliðið og sagði við nærstadda: „Þessi maður var með Jesú frá Nasaret.“
72 Again he denied it with an oath, “I do not know the man.”
Pétur sór og sárt við lagði: „Ég þekki alls ekki manninn.“
73 After a little while those who stood by came and said to Peter, “Surely you are also one of them, for your speech makes you known.”
Stuttu seinna komu þeir, sem þarna stóðu, til Péturs og sögðu: „Við vitum vel að þú ert einn af lærisveinum hans, því við heyrum á málfari þínu að þú ert frá Galíleu.“
74 Then he began to curse and to swear, “I do not know the man!” Immediately the rooster crowed.
Þá tók Pétur að blóta og sverja og sagði: „Ég þekki alls ekki þennan mann!“Og um leið og hann sleppti orðinu gól hani. Þá minntist Pétur orða Jesú:
75 Peter remembered the word which Jesus had said to him, “Before the rooster crows, you will deny me three times.” Then he went out and wept bitterly.
„Áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér.“Og hann gekk út fyrir og grét sárt.

< Matthew 26 >