< Salme 2 >

1 Hvorfor fnyser Hedninger, hvi pønser Folkefærd på hvad fåfængt er?
Hvílík heimska að þjóðirnar skuli ráðast gegn Drottni! Furðulegt að menn láti sér detta í hug að þeir séu vitrari en Guð!
2 Jordens Konger rejser sig, Fyrster samles til Råd mod HERREN og mod hans Salvede:
Leiðtogar heimsins hittast og ráðgera samsæri gegn Drottni og Kristi konungi.
3 "Lad os sprænge deres Bånd og kaste Rebene af os!"
„Komum, “segja þeir, „og vörpum af okkur oki hans. Slítum okkur lausa frá Guði!“
4 Han, som troner i Himlen, ler, Herren, han spotter dem.
En á himnum hlær Guð að slíkum mönnum! Honum er skemmt með þeirra fánýtu ráðagerðum.
5 Så taler han til dem i Vrede, forfærder dem i sin Harme:
Hann ávítar þá í reiði sinni og skýtur þeim skelk í bringu. Drottinn lýsir yfir:
6 "Jeg har dog indsat min Konge på Zion, mit hellige Bjerg!"
„Þennan konung hef ég útvalið og krýnt í Jerúsalem, minni helgu borg“. Hans útvaldi svarar:
7 Jeg kundgør HERRENs Tilsagn. Han sagde til mig: "Du er min Søn, jeg har født dig i Dag!
„Ég mun kunngera áform Guðs, því að Drottinn sagði við mig: „Þú ert sonur minn. Í dag verður þú krýndur. Í dag geri ég þig dýrlegan“.“
8 Bed mig, og jeg giver dig Hedningefolk til Arv og den vide Jord i Eje;
„Bið þú mig og ég mun leggja undir þig öll ríki heimsins.
9 med Jernspir skal du knuse dem og sønderslå dem som en Pottemagers Kar!"
Stjórnaðu þeim með harðri hendi og mölvaðu þau eins og leirkrukku!“
10 Og nu, I Konger, vær kloge, lad eder råde, I Jordens Dommere,
Þið, konungar jarðarinnar! Hlustið meðan tími er til!
11 tjener HERREN i Frygt, fryd jer med Bæven!
Þjónið Drottni með óttablandinni lotningu og fagnið með auðmýkt.
12 Kysser Sønnen, at ikke han vredes og I forgår! Snart blusset hans Vrede op. Salig hver den, der lider på ham!
Fallið á kné fyrir syni hans og kyssið fætur hans svo að hann reiðist ekki og tortími ykkur! Gætið ykkar, því að senn mun blossa reiði hans. En munið þetta: Sæll er hver sá sem leitar ásjár hjá honum.

< Salme 2 >