< Romerne 14 >

1 Men tager eder af den, som er skrøbelig i Troen, og dømmer ikke hans Meninger!
Sýndu hverjum kristnum manni, sem til þín leitar, vinarhug og gagnrýndu hann ekki þótt trú hans sé veik og hann hafi aðrar skoðanir en þú um hvað sé rétt eða rangt.
2 En har Tro til at spise alt; men den skrøbelige spiser kun Urter.
Þú ættir til dæmis ekki að deila við hann um hvort leyfilegt sé að borða kjöt, sem notað hefur verið í fórn til skurðgoðanna, eða ekki. Slíkt er þér ef til vill ekkert vandamál, en trú hans er veikari en þín og honum finnst það vera rangt og því neytir hann alls ekki kjöts, sé það fórnarkjöt, heldur grænmetis.
3 Den, som spiser, maa ikke ringeagte den, som ikke spiser; og den, som ikke spiser, maa ikke dømme den, som spiser; thi Gud har taget sig af ham.
Þeir sem ekkert sjá athugavert við það að borða slíkt kjöt, mega ekki líta niður á þá sem láta þess óneytt og sért þú einn þeirra, þá skaltu ekki gagnrýna þá sem hafa aðra skoðun, því að Guð hefur tekið þá að sér sem sín börn.
4 Hvem er du, som dømmer en andens Tjener? For sin egen Herre staar eller falder han; men han skal blive staaende, thi Herren er mægtig til at lade ham staa.
Þeir eru þjónar Guðs en ekki ykkar. Látið Guð um að segja þeim hvort þeir hafi á réttu eða röngu að standa, því hann er fullkomlega fær um að gera það.
5 En agter den ene Dag fremfor den anden, en anden agter alle Dage lige; enhver have fuld Vished i sit eget Sind!
Sumum finnst að kristnir menn eigi að líta á helgidaga Gyðinga sem sína tilbeiðsludaga, en aðrir segja það rangt og finnst heimskulegt að fara eftir reglum Gyðinga að því leyti, því að allir dagar séu jafnir fyrir Guði. Hver og einn verður að taka eigin ákvörðun um slíka hluti.
6 Den, som lægger Vægt paa Dagen, han gør det for Herren. Og den, som spiser, gør det for Herren, thi han takker Gud; og den, som ikke spiser, gør det for Herren og takker Gud.
Notir þú ákveðna daga til að tilbiðja Drottin, þá er það gert honum til heiðurs og slíkt er góður siður. Sama er að segja um þann sem neytir kjöts sem fórnað hefur verið skurðgoðunum, hann þakkar Guði fyrir kjötið og er það rétt. Þeim, hins vegar, sem ekki vill snerta slíkt kjöt, er einnig umhugað um að þóknast Drottni og hann er þakklátur.
7 Thi ingen af os lever for sig selv, og ingen dør for sig selv;
Við lifum ekki aðeins sjálfra okkar vegna og getum því ekki lifað og dáið eins og okkur þóknast.
8 thi naar vi leve, leve vi for Herren, og naar vi dø, dø vi for Herren; derfor, enten vi leve, eller vi dø, ere vi Herrens.
Hvort sem við lifum eða deyjum, þá tilheyrum við Drottni, því hans erum við.
9 Dertil er jo Kristus død og bleven levende, at han skal herske baade over døde og levende.
Kristur dó og reis síðan upp til að vera Drottinn okkar og konungur, bæði í lífi og dauða.
10 Men du, hvorfor dømmer du din Broder? eller du, hvorfor ringeagter du din Broder? Vi skulle jo alle fremstilles for Guds Domstol.
Þú hefur engan rétt til að gagnrýna trúbróður þinn né líta niður á hann. Minnstu þess að við verðum hvert um sig að standa frammi fyrir dómstóli Guðs.
11 Thi der er skrevet: „Saa sandt jeg lever, siger Herren, for mig skal hvert Knæ bøje sig, og hver Tunge skal bekende Gud.‟
Í Gamla testamentinu stendur: „Svo sannarlega sem ég lifi, “segir Drottinn, „mun hver maður verða að krjúpa á kné fyrir mér og sérhver tunga viðurkenna að ég er Guð.“
12 Altsaa skal hver af os gøre Gud Regnskab for sig selv.
Sérhvert okkar verður að standa Guði reikningsskil á lífi sínu,
13 Derfor, lader os ikke mere dømme hverandre, men dømmer hellere dette, at man ikke maa give sin Broder Anstød eller Forargelse.
hættið því að gagnrýna hvert annað! Reynið heldur að lifa þannig að þið verðið aldrei trúsystkinum ykkar að falli og látið þau því ekki sjá ykkur gera neitt það sem þau álíta vera rangt.
14 Jeg ved og er vis paa i den Herre Jesus, at intet er urent i sig selv; dog, for den, som agter noget for urent, for ham er det urent.
Ég er þess fullviss, vegna samfélags míns við Drottin Jesú, að ekkert er rangt við það að neyta kjöts sem fórnað hefur verið skurðgoðunum, en ef einhver álítur það rangt, þá ætti hann ekki að neyta þess trúar sinnar vegna.
15 Thi dersom din Broder bedrøves for Mads Skyld, da vandrer du ikke mere i Kærlighed. Led ikke ved din Mad den i Fordærvelse, for hvis Skyld Kristus er død.
Viljir þú halda áfram að neyta þess matar sem þú veist að veldur trúsystkini þínu hugarangri, þá framgengur þú ekki í kærleika. Láttu ekki neysluvenjur þínar verða þeim til tjóns, sem Kristur dó fyrir.
16 Lader derfor ikke eders Gode blive bespottet!
Forðastu að gera það sem þú veist að verður gagnrýnt, enda þótt þú vitir að sú gagnrýni sé ósanngjörn.
17 Thi Guds Rige bestaar ikke i at spise og drikke, men i Retfærdighed og Fred og Glæde i den Helligaand.
Þegar allt kemur til alls, þá skiptir það okkur kristna menn ekki mestu hvað við borðum eða drekkum, heldur að lifa í kærleika, friði og fögnuði heilags anda.
18 Thi den, som deri tjener Kristus, er velbehagelig for Gud og tækkelig for Menneskene.
Ef þú gerir Krist að húsbónda í lífi þínu að því er þetta varðar, þá mun það bæði gleðja Guð og menn.
19 Derfor, lader os tragte efter det, som tjener til Fred og indbyrdes Opbyggelse!
Keppum því eftir að efla frið og sameiginlega uppbyggingu kirkjunnar,
20 Nedbryd ikke Guds Værk for Mads Skyld! Vel er alt rent, men det er ondt for det Menneske, som spiser med Anstød.
og rífum ekki niður verk Guðs fyrir einn kjötbita!
21 Det er rigtigt ikke at spise Kød eller at drikke Vin eller at gøre noget, hvoraf din Broder tager Anstød.
Bindindi á kjöt og vín er rétt ef neysla þess hneykslar trúsystkini okkar og leiðir þau í synd.
22 Den Tro, du har, hav den hos dig selv for Gud! Salig er den, som ikke dømmer sig selv i det, som han vælger.
Haltu fast við trúarsannfæringu þína, en notaðu hana samt ekki til að storka öðrum.
23 Men den, som tvivler, naar han spiser, han er domfældt, fordi det ikke er af Tro; men alt det, som ikke er af Tro, er Synd.
Sá sem fær slæma samvisku af að hafa borðað kjöt, ætti að láta það ógert, því að sá syndgar sem gerir eitthvað gegn betri vitund.

< Romerne 14 >