< Erromatarrei 7 >

1 Ala eztaquiçue, anayeác, (ecen Leguea eçagutzen duteney minço natzaye) nola Legueac dominatione duen guiçonaren gainean vici den artean?
Kæru Gyðingar, trúsystkini, skiljið þið ekki enn, að þegar einhver deyr þá ná lögin ekki lengur yfir hann?
2 Ecen emazte ezcondua, senharra vici dueno obligatua da Legueaz: baina baldin senharra hil badadi, libre da senharraren leguetic.
Leyfið mér að útskýra þetta með dæmi: Þegar kona hefur gifst er hún bundin eiginmanni sínum lögum samkvæmt, þar til hann deyr. Missi hún mann sinn er hún ekki lengur bundin honum og því laus undan hjúskaparlögunum.
3 Beraz senharra vici deno adultera deithuren da, berce senhar baten emazte eguin badadi: baina senharra hil badadi legue hartaric libre da: hala non ezpaitate adultera baldin berce senhar baten emazte eguin badadi.
Eftir það gæti hún gifst hverjum sem hún vill. Slíkt væri óheimilt ef maður hennar væri á lífi, en að honum látnum er það fullkomlega heimilt.
4 Bada, ene anayeác, çuec-ere Legueari hil çaizquiote Christen gorputzean: berce, hiletaric resuscitatu den baten çaretençát: Iaincoari fructifica dieçogunçat.
Áður fyrr voru lög Gyðinga eiginmaður ykkar og húsbóndi. Síðan „dóuð“þið með Kristi á krossinum og fyrst þið eruð „dáin“þá eruð þið ekki lengur „gift“lögunum. Þau ná ekki lengur yfir ykkur. Þegar Kristur reis upp, þá risuð þið einnig upp með honum og eruð því nýir menn. Við getum því sagt að nú séuð þið „gengin í hjónaband“með honum sem reis upp frá dauðum, til að þið getið borið góðan ávöxt, það er að segja, gert það sem Guði er þóknanlegt.
5 Ecen haraguian guinenean, bekatuén affectione Legueaz ciradenéc indar çuten gure membroetan, herioari fructificatzeco.
Meðan þið hlýdduð ykkar gamla synduga eðli, hneigðust þið sífellt til að óhlýðnast vilja Guðs og syndga. Þannig gerðuð þið það sem illt var og báruð skemmdan ávöxt – ávöxt dauðans.
6 Baina orain Leguetic libre gara, hari hil içanic ceinetan hatzamanac baiquineunden: spirituzco berritassunetan cerbitza deçagunçát, eta ez letrazco çahartassunetan.
Nú eruð þið hins vegar leyst undan lögum og siðum Gyðinga, því að þið „dóuð“meðan þið voruð í ánauð hjá þeim. Nú getið þið þjónað Guði – ekki með gömlu aðferðinni, að hlýða fjölda reglna á vélrænan hátt – heldur með þeirri nýju – að vera leidd af heilögum anda.
7 Cer erranen dugu beraz? Leguea bekatu da? Guertha eztadila. Aitzitic bekatua eztut eçagutu vkan Legueaz baicen. Ecen eznuqueen eçagutu guthiciá baldin legueac erran ezpalu, Eztuc guthiciaturen.
En er ég þá að segja að þessi lög Guðs séu vond? Nei, auðvitað ekki. Lögin eru ekki syndsamleg, en þau sýndu mér synd mína. Ef lögin hefðu ekki sagt: „Þú skalt ekki girnast…“þá hefði ég aldrei komið auga á syndina í hjarta mínu, þær illu hvatir og girndir sem þar leynast.
8 Baina bekatuac occasione harturic manamenduaz engendratu vkan du nitan guthicia gucia. Ecen Leguea gabe, hila da bekatua.
Syndin tók þessi lög, sem sett voru til að ég mætti verjast illum hvötum og notaði þau til að vekja hjá mér löngun til þess, sem bannað er. Ef ekki væru til nein lög sem hægt væri að brjóta, væri ekki heldur til nein óhlýðni og þar með engin synd.
9 Ecen ni vici nincén Leguea gabe noizpait: baina manamendua ethorri denean, bekatua berriz vitzen hassi içan da.
Því var það, að á meðan ég skildi ekki hvers lögin kröfðust, fannst mér allt í góðu lagi, en þegar sannleikurinn rann upp fyrir mér, þá sá ég að ég var syndari sem hafði brotið lögin og var því dauðasekur.
10 Eta ni hil içan naiz: eta eriden içan da vicitzetaco ordenatu ceitadan manamendua, heriotara itzultzen çaitadala.
Lögin voru góð og áttu að benda mér á veg lífsins, en þau urðu hins vegar til þess að ég hlaut dauðadóm.
11 Ecen bekatuac occasione harturic, seducitu nau manamenduaz eta harçaz hil vkan nau.
Syndin blekkti mig með því að nota þessi góðu lög Guðs til að dæma mig til dauða.
12 Bada Legueaz den becembatean hura saindu da, eta manamendua saindu eta iusto eta on.
Þrátt fyrir þetta voru lögin sjálf góð og réttlát.
13 Beraz on den gauçá herio eguin içan çait? Guertha eztadila: aitzitic bekatuac, bekatu cela aguer ledinçát, on den gauçáz herioa engendratu vkan draut, bekatua excessiuoqui bekatore eguin ledin manamenduaz.
Hvernig getur það verið? Voru þau ekki orsök þess að ég var dæmdur? Hvernig geta þau þá verið góð? Þau eru vissulega góð, en það var hins vegar syndin, það djöfullega fyrirbæri, sem notaði hið góða til að dæma mig til dauða. Af þessu ættuð þið að skilja hve slæg, banvæn og bölvuð hún er. Hún notar lög Guðs, sem eru góð, til að koma fram sínum illu fyrirætlunum.
14 Ecen badaquigu Leguea spiritual dela: baina ni carnal naiz, bekatuaren azpira saldua.
Lögin eru góð og vandinn liggur ekki þar, heldur hjá mér, því að ég er seldur í þrældóm fyrir synd.
15 Ecen eguiten dudana, etzait on: ecen eztut cer nahi baitut, hura eguiten: baina ceri gaitz baitaritzat, hura eguiten dut.
Ég get alls ekki skilið sjálfan mig. Mig langar til að gera það sem er rétt, en ég get það ekki. Ég geri það sem mér er ógeðfellt – það sem ég hata.
16 Bada baldin cer nahi ezpaitut, hura eguiten badut, consentitzen draucat Legueari, ecen ona dela.
Mér er fullkomlega ljóst að það sem ég geri er rangt, því að slæm samviska mín segir mér það. Hún bendir mér á að lögin, sem ég brýt, séu réttlát og sönn.
17 Bada orain guehiagoric eznaiz ni hura eguiten dudana, baina nitan habitatzen den bekatua.
Samt get ég ekkert að þessu gert, því að það er ekki lengur ég sem vinn verkið. Syndin, sem í mér er, er sterkari en ég og fær mig til að gera hið illa.
18 Ecen badaquit eztela habitatzen nitan (erran nahi baita, ene haraguian) onic: ecen nahia bada nitan, baina onaren complitzea, eztut erideiten.
Ég veit að mitt gamla eðli er gegnsýrt af syndinni. Mér er auðvelt að vilja hið góða, en ekki að framkvæma það,
19 Ecen nahi dudan vnguia eztut eguiten: baina nahi eztudan gaizquia eguiten dut.
því að hið góða, sem ég vil, það geri ég ekki, en hið vonda, sem ég ekki vil, það geri ég.
20 Bada baldin cer nic nahi ezpaitut hura eguiten badut, eznaiz guehiagoric ni, hura eguiten dudana, baina nitan habitatzen den bekatua.
Fyrst ég geri það sem mér er ógeðfellt, þá er auðséð hvað að er: Ég er í klóm syndarinnar.
21 Erideiten dut beraz legue haur nitan, vnguia eguin nahi dudanean, ecen gaizquia datchetala niri.
Það virðist regla hjá mér, sem vil gera hið rétta, að hið illa er mér tamast.
22 Ecen atseguin hartzen dut Iaincoaren Leguean barneco guiçonaz den becembatean:
Samkvæmt mínu nýja eðli þrái ég að gera vilja Guðs,
23 Baina badacussat berce leguebat neure membroetan, ene adimenduco leguearen contra bataillatzen denic, eta ene membroetan den bekatuaren legueari gathibatzen nerauconic.
en það er eitthvað annað djúpt innra með mér – lægri hvatir – sem berst gegn vilja mínum, hefur yfirburði, sem gerir mig að þræli syndarinnar sem í mér er.
24 Helas guiçon miserablea ni, norc idoquiren nau herio hunetaco gorputzetic?
Ásetningur minn er að vera hlýðinn þjónn Guðs, en þess í stað finn ég að ég er enn í ánauð syndarinnar. Þið sjáið þetta sjálf: Hið nýja líf mitt segir mér að gera það rétta en gamla eðlið, sem enn er í mér, þráir syndina.
25 Esquerrac emaiten drautzat Iaincoari Iesus Christ gure Iaunaz. Bada nic neurorrec adimenduaz cerbitzatzen dut Iaincoaren Leguea, baina haraguiaz bekatuaren leguea.
Æ, þetta er hræðileg aðstaða! Hver getur frelsað mig frá þrældómi syndarinnar? Þökk sé Guði að Jesús Kristur, Drottinn okkar og frelsari, hefur þegar gert það og þar með leyst mig úr ánauðinni.

< Erromatarrei 7 >