< Markos 1 >

1 IESVS CHRIST Iaincoaren Semearen Euangelio hatsea:
Hér hefst hin einstæða frásaga af Jesú Kristi, syni Guðs.
2 Scribatua den beçala Prophetetan, Huná, nic igorten diat neure mandataria hire beguitharte aitzinean, ceinec appainduren baitu hire bidea hire aitzinean
Í bók Jesaja spámanns stendur að Guð muni senda son sinn til jarðarinnar, en áður en hann komi, muni sérstakur sendiboði koma fram og búa heiminn undir komu hans.
3 Desertuan oihuz dagoenaren voza da, Appain eçaçue Iaunaren bidea, plana itzaçue haren bidescác.
Jesaja sagði: „Þessi sendiboði mun búa í óbyggðinni og predika að sérhver maður verði að bæta líferni sitt til að vera viðbúinn komu Drottins.“
4 Batheyatzen ari cen Ioannes desertuan, eta predicatzen çuen emendamendutaco baptismoa bekatuén barkamendutan.
Þessi sendiboði var Jóhannes skírari. Hann dvaldist í óbyggðinni og boðaði að allir skyldu skírast og láta þannig opinberlega í ljós ákvörðun um að þeir sneru baki við syndinni og tækju á móti fyrirgefningu Guðs.
5 Eta ioaiten cen harengana Iudeaco herri gucia eta Ierusalemecoac: eta batheyatzen ciraden guciac harenganic Iordaneco fluuioan, bere bekatuac confessatzen cituztela.
Fólk frá Jerúsalem og allri Júdeu fór út í Júdeueyðimörkina til að sjá Jóhannes og heyra, og þá sem játuðu syndir sínar skírði hann í ánni Jórdan.
6 Eta cen Ioannes veztitua camelu biloz, eta larruzco guerrico batez bere guerruncean inguru, eta othi eta bassezti iaten çuen.
Hann var í fötum úr úlfaldahári, hafði leðurbelti um mittið og nærðist á engisprettum og villihunangi.
7 Eta predicatzen çuen, cioela, Ethorten da ni baino borthitzago dena ene ondoan, ceinen çapatetaco hedearen beheitituric ezpainaiz lachatzeco digne.
Hér er dæmi um predikun hans: „Innan skamms mun sá koma sem mér er máttugri, já, svo miklu meiri að ég er ekki einu sinni verður þess að vera þjónn hans.
8 Eguia da, nic batheyatzen çaituztet vrez, baina harc batheyaturen çaituzte Spiritu sainduaz.
Ég skíri ykkur með vatni en hann mun skíra ykkur með heilögum anda.“
9 Eta guertha cedin egun hetan, Iesus ethor baitzedin Nazareth Galileacotic, eta batheya baitzedin Ioannesganic Iordanean.
Þá var það dag einn að Jesús kom frá Nasaret í Galíleu og Jóhannes skírði hann í Jórdan.
10 Eta bertan ilkiten cela vretic, ikus citzan ceruäc erdiratzen, eta Spiritu saindua vsso columbabat beçala haren gainera iausten.
Um leið og Jesús steig upp úr vatninu, sá hann himnana opnast og heilagan anda koma yfir sig í dúfulíki.
11 Eta voz-bat eguin cedin ceruètaric, cioela, Hi aiz ene Seme maitea ceinetan hartzen baitut neure atseguin ona.
Og rödd af himnum sagði: „Þú ert minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“
12 Eta bertan Spirituac irion ceçan hura desertura.
Strax að skírninni lokinni knúði heilagur andi Jesú út í eyðimörkina, og þar var hann einn í fjörutíu daga og Satan freistaði hans. Jesús hafðist þar við meðal eyðimerkurdýranna og englar þjónuðu honum.
13 Eta egon cedin han desertuan berroguey egun, tentatzen cela Satanez: eta cen bassa bestiequin, eta Aingueruèc cerbitzatzen çuten.
14 Eta Ioannes hatzaman ican cenean, ethor cedin Iesus Galileara, predicatzen çuela Iaincoaren resumaren Euangelioa:
Eftir að Heródes konungur hafði látið fangelsa Jóhannes fór Jesús til Galíleu og boðaði þar fagnaðarerindi Guðs.
15 Eta cioela, Complitu da demborá, eta hurbil da Iaincoaren resumá: emenda çaitezte, eta sinhets eçaçue Euangelioa.
„Stundin er komin, “sagði hann. „Guðsríki er nálægt! Snúið ykkur frá syndinni og trúið gleðiboðskapnum.“
16 Eta Galileaco itsas bazterrean çabilala ikus citzan Simon eta Andriu haren anayea, sareac itsassora egoizten cituztela (ecen pescadore ciraden)
Dag einn er Jesús gekk fram með Galíleuvatninu sá hann bræðurna Símon og Andrés, þeir voru fiskimenn og voru einmitt þessa stundina að leggja netin.
17 Eta erran ciecen Iesusec, Çatozte ene ondoan eta eguinen çaituztet guiça pescadore.
Jesús kallaði til þeirra og sagði: „Komið og fylgið mér. Ég skal kenna ykkur að veiða menn!“
18 Eta bertan vtziric bere sareac iarreiqui içan çaizcan.
Þá yfirgáfu þeir netin og fóru með honum.
19 Eta handic aitzinachiago ioanic, ikus citzan Iacques Zebedeoren semea eta Ioannes haren anayea, hec-ere vncian bere sareac adobatzen cituztela.
Í öðrum bát, skammt frá, voru synir Sebedeusar, Jakob og Jóhannes, að bæta net sín.
20 Eta bertan dei citzan hec: eta bere aita Zebedeo vncian vtziric languilequin, iarreiqui içan çaizcan.
Hann kallaði einnig á þá og þeir skildu Sebedeus og verkamennina eftir í bátnum og fóru á eftir honum.
21 Guero sartzen dirade Capernaum-en, eta bertan Sabbath egunean sarthuric synagogán, iracasten ari cen.
Jesús og félagar hans komu nú til bæjarins Kapernaum og að morgni helgidagsins fóru þeir til samkomuhússins þar sem Gyðingar héldu guðsþjónustur sínar. Þar predikaði Jesús og
22 Eta spantaturic ceuden haren doctrináz, ecen iracasten cituen authoritate çuenac beçala, eta ez Scribéc beçala.
fólkið undraðist ræðu hans, því að hann talaði eins og sá sem hefur mikið vald en reyndi ekki að sanna mál sitt með sífelldum tilvitnunum í orð annarra eins og venja var.
23 Eta cen hayén synagogán guiçombat spiritu satsua çuenic, eta oihuz iar cedin,
Við guðsþjónustuna var maður haldinn illum anda sem tók að hrópa og kalla:
24 Cioela, Ah, Cer da hire eta gure artean Iesus Nazarenoa? gure deseguitera ethorri aiz? ba ceaquiat nor aicen, hi aiz Iaincoaren saindua.
„Jesús frá Nasaret, af hverju læturðu okkur ekki í friði? Ertu kannski kominn til að gera út af við okkur illu andana? Ég veit hver þú ert, þú ert hinn heilagi sonur Guðs!“
25 Eta mehatcha ceçan hura Iesusec, cioela, Ichil adi, eta ilki adi horrenganic.
Jesús skipaði andanum að þegja og fara úr manninum.
26 Eta spiritu satsua hura çathituric, eta ocengui oihuz iarriric, ilki cedin harenganic.
Þá æpti illi andinn og hristi manninn ofsalega og fór síðan út af honum.
27 Eta spanta citecen guciac, hala non bere artean galdez baitzeuden, cioitela, Cer da haur? cer doctrina berri da haur? authoritatez spiritu satsuac-ere manatzen baititu eta obeditzen baitute?
Fólkið varð forviða og spurði sín á milli: „Eru þetta ný trúarbrögð? Jafnvel illir andar hlýða honum!“
28 Eta io ceçan haren famác bertan Galilea inguruco comarca gucia.
Og fréttin af atburði þessum barst hratt um alla Galíleu.
29 Eta bertan synagogatic ilkiric, ethor citecen Simonen eta Andriuen etchera Iacquesequin eta Ioannesequin.
Þegar Jesús og lærisveinar hans yfirgáfu samkomuhúsið fóru þeir heim til Símonar og Andrésar, þar sem tengdamóðir Símonar lá með mikinn hita. Þeir sögðu Jesú þegar frá henni.
30 Eta Simonen ama-guinharreba cetzan helgaitzarequin: eta bertan minçatu içan çaizcan harçaz.
31 Orduan hurbilduric goiti ceçan hura escutic harturic, eta bertan vtzi ceçan helgaitzac: eta harc cerbitza citzan.
Hann gekk að rúminu, tók um hönd hennar og hjálpaði henni að setjast upp og um leið fór hitinn úr henni. Hún klæddi sig og gaf þeim að borða.
32 Eta arratsean, iguzqui sartzean, ekarten cerautzaten gueizqui ceuden guciac eta demoniatuac.
Um kvöldið fylltist garðurinn við húsið af sjúklingum sem færðir höfðu verið til Jesú, ásamt öðrum sem haldnir voru illum öndum. Mikill fjöldi bæjarbúa stóð fyrir utan og fylgdist með.
33 Eta hiri gucia borthara bildua cen.
34 Eta senda citzan erharçun diuersez eri ciraden guciac: eta anhitz deabru campora egotz ceçan, eta etzituen deabruac minçatzera vtziten nola hura eçagutu vkan lutén.
Þetta kvöld læknaði Jesús mjög marga og rak illa anda út af mörgum. (Hann bannaði öndunum að tala, því þeir vissu hver hann var.)
35 Guero goicean oraino ilhun handia cela iaiquiric ilki cedin, eta ioan cedin leku desertu batetara, eta han othoitz eguiten çuen.
Morguninn eftir var Jesús kominn á fætur löngu fyrir dögun og fór einn á óbyggðan stað til að biðjast fyrir.
36 Eta iarreiqui içan çaizcan Simon eta harequin ciradenac.
Símon og hinir leituðu hann uppi og þegar þeir höfðu fundið hann sögðu þeir: „Allir eru að spyrja um þig.“
37 Eta eriden çutenean, erran cieçoten, Guciac hire bilha diabiltzac.
38 Orduan dioste Goacen hurbilengo burguètara: han-ere predica deçadançat: ecen hartacotzat ilki içan naiz.
En hann svaraði: „Við verðum einnig að fara til hinna þorpanna og predika þar, því til þess er ég kominn.“
39 Eta predicatzen çuen hayén synagoguetan, Galilea gucian: eta deabruac campora egoizten cituen.
Og Jesús ferðaðist um alla Galíleu, predikaði í samkomuhúsunum og leysti marga undan valdi illu andanna.
40 Eta ethor cedin harengana sorhayobat, othoitz eguiten ceraucala, eta hari belhauricaturic ciotsala, Baldin nahi baduc chahu ahal neçaquec.
Eitt sinn kom holdsveikur maður, kraup frammi fyrir honum og bað um lækningu. „Þú getur læknað mig ef þú vilt, “sagði hann biðjandi.
41 Orduan Iesusec compassione harturic eta escua hedaturic, hunqui ceçan hura, eta erran cieçón, Nahi diat, aicén chahu,
Jesús fann til með honum, snerti hann og sagði: „Ég vil það! Læknist þú!“
42 Eta hori erran çuenean, bertan ioan cedin harenganic sorhayotassuna, eta chahu cedin.
Samstundis hvarf holdsveikin og maðurinn varð heilbrigður.
43 Eta hura mehatchaturic bertan igor ceçan camporát:
Jesús sagði við hann, ákveðinni röddu: „Farðu nú til prestanna og láttu þá skoða þig. Hafðu hvergi viðdvöl og talaðu ekki við neinn á leiðinni. Taktu með fórnina, sem Móse fyrirskipar þeim, sem læknast af holdsveiki, og þá munu allir sjá að þú ert orðinn heilbrigður.“
44 Eta erran cieçón, Beguirauc nehori deus ezterroan: baina ohá, eta eracuts aquio Sacrificadoreari, eta presenta itzac eure garbitzeagatic Moysesec manatu dituen gauçác hæy testimoniagetan.
45 Baina hura ilkiric has cedin anhitz gauçaren publicatzen, eta beharquiaren manifestatzen, hala non guehiagoric aguerriz Iesus ecin sar baitzaiten hirira, baina lekorean leku desertuetan cen, eta ethorten ciraden harengana alde gucietaric.
En maðurinn sagði öllum sem hann mætti á leiðinni að hann væri heill og þar af leiðandi gat Jesús ekki komið opinberlega til neins bæjar án þess að forvitinn mannfjöldi þyrptist að honum. Hann varð því að hafast við úti í óbyggðinni og þangað streymdi fólkið til hans hvaðanæva að.

< Markos 1 >