< Eginak 28 >

1 Eta salburic emparatu ciradenean, eçagut ceçaten orduan ecen islá Malte deitzen cela.
Fljótlega fengum við að vita að við værum staddir á eyjunni Möltu.
2 Eta Barbaroéc humanitate handi eguin cieçagutén: ecen sua vizturic recebi guençaten gu guciac, gaineancen çaicun vriagatic, eta hotzagatic.
Fólkið þar var vingjarnlegt. Það bauð okkur velkomna og kveikti bál á ströndinni svo að við gætum yljað okkur, því að rigning var og hráslagalegt.
3 Bildu çuenean bada Paulec cembeit sirmendu appur, eta eçarri cituenean sura, viperabat beroaren causaz ilkiric lot cequión escutic.
Páll tíndi fangið fullt af sprekum, en þegar hann ætlaði að kasta þeim á eldinn, skreið höggormur út úr hrúgunni – hann var að flýja hitann – og festi sig á handlegg hans.
4 Eta ikussi vkan çutenean Barbaroéc dilindoca bestiá haren escutic, elkarri ciotsaten, Falta gabe guiçon haur guicerhaile da, cein itsassotic, emparaturic mendequioac ezpaitu permettitzen vici den.
Þegar eyjarskeggjar sáu kvikindið hanga við Pál, sögðu þeir hver við annan: „Þessi maður er áreiðanlega morðingi! Hann bjargaðist úr sjávarháska, en örlögin vilja samt ekki leyfa honum að lifa!“
5 Baina harc bestiá sura iharrossiric etzeçan minic har.
Þá hristi Páll höggorminn af sér í eldinn og varð ekki meint af.
6 Eta hec beha ceuden noiz hant leiten, edo subitoqui hilic eror leiten: baina luçaqui beha egon içan ciradenean, eta çacussatenean calteric batre etzayola ethorten, proposa cambiaturic erraiten çutén, Iainco cela hura.
Fólkið beið eftir að handleggurinn bólgnaði og Páll dytti dauður niður, en þegar það gerðist ekki skipti það um skoðun og taldi hann vera guð.
7 Eta ciraden leku hartan islaco principal Publio deitzen cenaren possessioneac, ceinec gu recebituric, hirur egunez benignoqui logea baiquençan.
Skammt frá strandstaðnum var búgarður sem Públíus, æðsti maður eyjarinnar, átti. Tók hann mjög hlýlega á móti okkur og leyfði okkur að gista hjá sér í þrjá daga.
8 Eta guertha cedin Publioren aita baitzatzan helgaitzéc eta sabeldarçunac çaducatela: hura baithara Paul sar cedin, eta othoitz eguinic, eta escuac haren gainean eçarriric senda ceçan.
Þegar þetta gerðist, var faðir Públíusar veikur. Hann hafði blóðsótt og háan hita. Páll fór inn til hans, lagði hendur yfir hann og læknaði hann.
9 Bada haur eguin eta, islaco berce eritassunic çutenac-ere ethorten ciraden eta sendatzen.
Þetta varð til þess að allir aðrir, sem veikir voru á eyjunni, komu og fengu lækningu.
10 Hec-ere ohore handi eguin cieçagutén, eta embarcatzeracoan behar cenaz forni guençaten.
Gjöfunum rigndi yfir okkur og þegar brottfarardagurinn rann upp, kom fólk um borð með allt mögulegt sem við þurftum til sjóferðarinnar.
11 Eta hirur hilebetheren buruän embarca guentecen Alexandriaco vnci islán neguä iragan çuen batetan, ceinec baitzituen enseignatzat Castor eta Pollux.
Þremur mánuðum eftir strandið lögðum við af stað á ný og þá með skipi sem sigldi undir merki Tvíburanna. Það var frá Alexandríu, en hafði legið við eyjuna um veturinn.
12 Eta Syracusara arriuaturic, han egon guentecen hirur egun.
Fyrst komum við til Sýrakúsu og var þar höfð þriggja daga viðdvöl.
13 Handic inguru eguinic arriua guentecen Rhegera: eta egun-baten buruän egu-erdi haicea iaiquiric, bigarren egunean ethor guentecen Puzolera:
Þaðan sveigðum við yfir til Regíum og daginn eftir snerist hann í sunnanátt, svo að þar næsta dag komumst við til Púteólí.
14 Han anayeac eridenic, othoiztu içan guenén egoitera hequin çazpi egun: eta hala ethor guentecen Romara.
Þar fundum við kristna menn. Þeir báðu okkur að staldra við hjá sér eina viku. Við gerðum það, en síðan héldum við áfram til Rómar.
15 Handic anayeac gure berriac ençunic bidera ilki cequizquigun Appioren merkaturano, eta Hirur botiguetarano: hec ikussi cituenean Paulec, Iaincoari esquerrac rendaturic courage har ceçan.
Bræðurnir í Róm höfðu frétt að við værum að koma. Þeir fóru því út að torginu til að taka á móti okkur og reyndar slógust aðrir í hópinn hjá Þríbúðum við Appíusarveginn. Þegar Páll sá þá þakkaði hann Guði og hresstist við.
16 Eta ethorri içan guenenean Romara, Centenerac eman cietzón capitain generalari presonerac: baina permetti cequión Pauli bere gain egoitera, hura beguiratzen çuen gendarmesarequin.
Þegar Páll kom til Rómar, var honum leyft að búa út af fyrir sig, en þó var hans gætt af hermanni.
17 Hirur egunen buruän dei citzan Paulec Iudu principalac: eta bildu ciradenean erran ciecén, Guiçon anayeác, nic deus eguin ezpadut-ere populuaren contra edo aitén costumén contra, Ierusalemen presonér eguin içanic liuratu içan naiz Romanoén escuetara:
Þrem dögum eftir komuna kallaði hann til sín leiðtoga Gyðinga í borginni og sagði við þá: „Bræður, Gyðingarnir í Jerúsalem tóku mig fastan og síðan lenti ég í höndum rómversku yfirvaldanna. Gyðingarnir vildu lögsækja mig, enda þótt ég hefði ekki valdið neinum tjóni né brotið siði forfeðra okkar.
18 Ceinéc examinatu nendutenean largatu nahi vkan bainendutén, ceren heriotaco hoguenic batre nitan etzén.
Þegar Rómverjarnir höfðu kynnt sér mál mitt vildu þeir sleppa mér, því að enga dauðasök fundu þeir hjá mér eins og leiðtogar Gyðinganna höfðu haldið stíft fram.
19 Baina Iuduac contrastatzen ciradenaren gainean, ecin bercez Cesargana appellatu içan naiz: ez neure nationea cerçaz accusa deçadan dudalacotz.
En þar sem Gyðingarnir gátu ekki fallist á slík málalok, fannst mér rétt að skjóta málinu til keisarans, enda þótt ég hafi ekkert að ákæra þjóð mína fyrir.
20 Causa hunegatic bada deithu çaituztet, ikus cinçatedan eta minça nenguiçuençát: ecen Israeleco sperançaren causaz cadena hunez inguratua nago.
Ástæðan fyrir því að ég bað ykkur að koma hingað í dag, er sú að ég vildi kynnast ykkur og segja ykkur hvers vegna ég er fjötraður, en það er vegna þess að ég trúi því að Kristur sé þegar kominn.“
21 Eta hec erran cieçoten, Guc ez letraric recebitu diagu hiçaz Iudeatic: ez ethorriric anayetaric nehorc denuntiatu dic edo erran deus hiçaz gaizquiric.
Þeir svöruðu: „Við höfum ekki heyrt neitt misjafnt um þig. Við höfum engin slík bréf fengið frá Júdeu né heldur fréttir frá þeim sem komið hafa frá Jerúsalem.
22 Baina nahi diagu hireganic ençun cer irudi ceyán: ecen secta horrez den becembatean, baceaquiagu ecen leku gucietan nehor contrastatzen çayola.
Við viljum gjarnan vita hverju þú trúir, því að það eina sem við heyrum um þessa kristnu menn, er að þeir séu alls staðar fordæmdir.“
23 Eta assignatu vkan ceraucatenean eguna, ethor citecen harengana ostatura anhitz: eta testificationerequin declaratzen cerauen Iaincoaren resumá, eta eracusten cerauztén Iesusez diraden gauçác, hambat Moysesen Leguetic nola Prophetetaric goicetic arratserano.
Síðan komu þeir sér saman um að hittast aftur seinna og þegar sá dagur kom, fjölmenntu Gyðingar til Páls. Hann talaði við þá um guðsríki, fræddi þá um Jesú og vitnaði í Mósebækurnar fimm og spámannaritin. Viðræðurnar hófust að morgni og héldu áfram allt til kvölds.
24 Eta batzuc sinhesten cituztén erraiten ciraden gauçác, baina bercéc etzituzten sinhesten.
Sumir trúðu útskýringum Páls, en aðrir ekki.
25 Eta elkarren artean accord etziradenaren gainean, parti citecen, Paulec hitz haur erran eta, Segurqui vngui Spiritu saindua minçatu içan çaye Esaias prophetáz gure Aitey,
Eftir að hafa rökrætt málið sín á milli, yfirgáfu þeir húsið með þessi orð Páls í eyrum sér. „Heilagur andi hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði við Jesaja spámann:
26 Cioela, Habil populu horrengana, eta errac, Ençutez ençunen duçue eta eztuçue adituren: eta dacussaçuela ikussiren duçue eta etzaizquiote oharturen.
„Segðu Gyðingunum: Þið munuð heyra og sjá, en samt ekki skilja,
27 Ecen guicendu da populu hunen bihotza, eta beharriez gothorqui ençun vkan duté, eta bere beguiac ertsi vkan dituzté: beguiéz ikus, eta beharriez ençun, eta bihotzez adi ez teçatençát, eta conuerti ez titecen, eta senda ez titzadan.
vegna þess að hugur ykkar er sljór, heyrnin slæm og augunum hafið þið lokað. Því að hvorki viljið þið sjá, heyra né skilja, til að geta snúið ykkur til mín og hljóta lækningu.“
28 Iaquiçue bada çuec ecen Gentiley igorri içan çayela saluagarri haur, eta hec ençunen dutela.
Ég vil að ykkur sé ljóst að þetta hjálpræði Guðs stendur einnig heiðingjunum til boða og þeir munu taka á móti því.“
29 Eta gauça hauc erran cituenean, ilki citecen Iuduac, bere artean disputa handi çutela.
30 Baina egon cedin Paul bi vrthe complituric bere ostatu alocatuan: eta recebitzen cituen harengana ethorten ciraden guciac:
Í þessu leiguherbergi bjó Páll næstu tvö árin og tók þar á móti öllum sem heimsóttu hann.
31 Predicatzen çuela Iaincoaren resumá, eta iracasten cituela Iesus Christ Iaunaz diraden gauçác, minçatzeco hardieça gucirequin, nehorc empatchuric eguin gabe.
Hann talaði djarflega við alla um guðsríki og um Drottin Jesú Krist og engin tilraun var gerð til að hindra hann.

< Eginak 28 >