< ՄԱՐԿՈՍ 2 >

1 Դարձեալ Կափառնայում մտաւ քանի մը օր ետք, եւ լսուեցաւ թէ ան տան մը մէջ է:
Nokkrum dögum síðar sneri Jesús aftur til Kapernaum og fyrr en varði vissu bæjarbúar að hann var kominn heim.
2 Իսկոյն շատ մարդիկ հաւաքուեցան, այնքան՝ որ ա՛լ տեղ չկար, ո՛չ իսկ դրան շուրջ, ու կը քարոզէր անոնց Աստուծոյ խօսքը:
Á skammri stundu var húsið sem hann dvaldist í orðið svo þéttsetið að fleiri komust ekki þangað inn og meira að segja þröng úti fyrir. Þarna flutti hann orð Guðs.
3 Մարդիկ եկան իրեն՝ բերելով չորս հոգիով փոխադրուած անդամալոյծ մը.
Þá komu þar menn sem báru lamaðan mann á börum á milli sín.
4 բայց տեսնելով որ բազմութենէն չէին կրնար մօտենալ անոր, քակեցին տան տանիքը՝ ուր կը գտնուէր Յիսուս, ու ծակ մը բանալով՝ վար իջեցուցին մահիճը, որուն վրայ պառկած էր անդամալոյծը:
Þeir komust ekki að Jesú vegna mannfjöldans og rufu því gat á leirþakið og létu börurnar með veika manninum síga niður til Jesú.
5 Յիսուս տեսնելով անոնց հաւատքը՝ ըսաւ անդամալոյծին. «Որդեա՛կ, մեղքերդ ներուած են քեզի»:
Þegar Jesús sá trú þeirra – hversu sannfærðir þeir voru um að hann gæti hjálpað – sagði hann við lamaða manninn: „Sonur minn, syndir þínar eru fyrirgefnar!“
6 Քանի մը դպիրներ, որ հոն նստած էին, իրենց սիրտերուն մէջ կը մտածէին.
Nokkrir trúarleiðtogar þjóðarinnar urðu vitni að þessum atburði og hugsuðu með sér:
7 «Ինչո՞ւ այս մարդը կ՚ըսէ այսպիսի հայհոյութիւններ. ո՞վ կրնայ մեղքերը ներել՝ բացի Աստուծմէ՝՝»:
„Hvað er að heyra? Þetta er guðlast! Hann heldur þó ekki að hann sé Guð? Hver getur fyrirgefið syndir nema Guð einn?“
8 Յիսուս իսկոյն ըմբռնելով իր հոգիին մէջ՝ որ անոնք այդպէս կը մտածեն իրենք իրենց մէջ, ըսաւ անոնց. «Ինչո՞ւ այդպէս կը մտածէք ձեր սիրտերուն մէջ:
Jesús las hugsanir þeirra og sagði: „Hvers vegna hugsið þið svona?
9 Ո՞րը աւելի դիւրին է, “մեղքերդ ներուած են քեզի” ըսե՞լը անդամալոյծին, թէ՝ “ոտքի՛ ելիր, ա՛ռ մահիճդ ու քալէ՛” ըսելը:
Er nokkuð erfiðara að fyrirgefa syndir hans en að lækna hann?
10 Բայց որպէսզի գիտնաք թէ մարդու Որդին իշխանութիւն ունի երկրի վրայ մեղքերը ներելու, (ըսաւ անդամալոյծին.)
Ég skal sanna ykkur að ég, maðurinn frá himnum, hef fyrirgefið honum syndir hans.“
11 “Քեզի՛ կ՚ըսեմ. "Ոտքի՛ ելիր, ա՛ռ մահիճդ ու գնա՛ տունդ"”»:
Síðan sneri hann sér að lamaða manninum og sagði: „Taktu börurnar og farðu heim. Þú ert heilbrigður.“
12 Ան ալ իսկոյն ոտքի ելաւ, եւ առնելով իր մահիճը՝ դուրս ելաւ բոլորին առջեւէն, այնպէս որ բոլորը զմայլեցան, փառաբանեցին Աստուած ու ըսին. «Այսպիսի բան ամե՛նեւին տեսած չէինք»:
Maðurinn spratt á fætur, tók börurnar og ruddi sér leið gegnum mannfjöldann, sem var agndofa af undrun. Og fólkið tók að lofa Guð og hrópa: „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt.“
13 Դարձեալ գնաց ծովեզերք: Ամբողջ բազմութիւնը իրեն կու գար, եւ անոնց կը սորվեցնէր:
Eftir þetta gekk Jesús niður að vatninu og talaði við mannfjöldann sem þar safnaðist að honum.
14 Երբ կ՚անցնէր՝ տեսաւ Ղեւի Ալփէոսեանը, որ մաքս ընդունելու տեղը նստած էր, եւ ըսաւ անոր. «Հետեւէ՛ ինծի»: Ան ալ կանգնեցաւ ու հետեւեցաւ իրեն:
Á leið sinni fram hjá skattstofunni sá hann Leví Alfeusson sitja þar. „Komdu og vertu lærisveinn minn.“sagði Jesús við hann. Þá stóð Leví upp og fylgdi honum.
15 Երբ սեղան նստած՝՝ էր անոր տան մէջ, շատ մաքսաւորներ ու մեղաւորներ ալ սեղան նստած էին Յիսուսի եւ անոր աշակերտներուն հետ. որովհետեւ շատե՛ր կը հետեւէին անոր:
Um kvöldið bauð Leví vinnufélögum sínum á skattstofunni og mörgum sem illt orð fór af, til kvöldverðar, svo þeir gætu hitt Jesú og lærisveina hans. (Í þeim fjölda sem fylgdi Jesú höfðu ekki heldur allir gott orð á sér.)
16 Երբ դպիրներն ու Փարիսեցիները տեսան թէ ան կ՚ուտէ մաքսաւորներու եւ մեղաւորներու հետ, ըսին անոր աշակերտներուն. «Ինչո՞ւ կ՚ուտէ ու կը խմէ մաքսաւորներու եւ մեղաւորներու հետ»:
Þegar trúarleiðtogar fólksins sáu hann matast með þessum mönnum, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvernig í ósköpunum getur hann fengið af sér að borða með þvílíkum ruslaralýð?“
17 Երբ Յիսուս լսեց՝ ըսաւ անոնց. «Ո՛չ թէ առողջներուն բժիշկ պէտք է, հապա՝ հիւանդներուն: Ես եկայ ո՛չ թէ արդարները կանչելու, հապա՝ մեղաւորները»:
Þegar Jesús heyrði þetta, sagði hann við þá: „Veikir þurfa lækni en heilbrigðir ekki! Ég kom ekki til að hvetja hina „góðu“til að iðrast synda sinna, heldur þá sem vondir eru.“
18 Յովհաննէսի ու Փարիսեցիներուն աշակերտները ծոմ կը պահէին: Ուստի եկան եւ ըսին անոր. «Ինչո՞ւ Յովհաննէսի ու Փարիսեցիներուն աշակերտները ծոմ կը պահեն, բայց քու աշակերտներդ ծոմ չեն պահեր»:
Nú stóð yfir fasta hjá lærisveinum Jóhannesar og faríseunum (en þá neyttu þeir ekki matar af trúarástæðum). Menn komu þá til Jesú og sögðu við hann: „Af hverju fasta þínir lærisveinar ekki eins og hinir?“
19 Յիսուս ըսաւ անոնց. «Միթէ կարելի՞ է՝ որ հարսնեւորները ծոմ պահեն, մինչ փեսան իրենց հետ է: Այնքան ատեն որ փեսան իրենց հետ է՝ կարելի չէ որ ծոմ պահեն:
Jesús svaraði og sagði: „Hvað gera vinir brúðgumans? Hafna þeir kræsingunum í brúðkaupsveislu hans, og eiga þeir að vera daprir í bragði meðan hann er hjá þeim? Nei!
20 Բայց օրերը պիտի գան՝ երբ փեսան պիտի վերցուի իրենցմէ. ապա ա՛յդ օրը ծոմ պիտի պահեն:
En sá dagur kemur að hann verður tekinn frá þeim og þá munu þeir fasta.
21 Ո՛չ մէկը կը կարէ նոր լաթի կտոր մը հին հանդերձի վրայ. որովհետեւ այդ նորը՝ որ անոր լրութեան համար դրուած է, կը քաշէ հինը, ու պատռուածքը աւելի գէշ կ՚ըլլայ:
Hver bætir gamla flík með bót sem á eftir að hlaupa? Hvað mundi þá gerast? Bótin mundi hlaupa í fyrsta þvotti og rifna frá og gatið verða ennþá stærra en áður.
22 Ո՛չ ալ մէկը կը դնէ նոր գինին հին տիկերու մէջ. քանի որ նոր գինին կը պատռէ տիկերը, գինին կը թափի, եւ տիկերը կը կորսուին: Հապա նոր գինին դրուելու է նո՛ր տիկերու մէջ»:
Þið vitið að ekki má setja nýtt vín í gamla skinnbelgi, þá rifna þeir, vínið fer allt niður og belgirnir eyðileggjast. Nýtt vín er sett á nýja belgi.“
23 Շաբաթ օր մը ինք կ՚անցնէր արտերու մէջէն, եւ իր աշակերտները՝ մինչ կ՚երթային՝ սկսան ցորենի հասկեր փրցնել:
Seinna – á helgidegi var Jesús ásamt lærisveinum sínum á gangi yfir akur. Lærisveinarnir brutu þá öx af stráunum og átu úr þeim kornið.
24 Փարիսեցիները ըսին իրեն. «Նայէ՛, ի՛նչ կ՚ընեն Շաբաթ օրը, որ արտօնուած չէ»:
Þá sögðu farísearnir við Jesú: „Þetta mega þeir ekki gera! Það er lagabrot að uppskera korn á helgidegi.“
25 Ինք ալ ըսաւ անոնց. «Բնաւ չէ՞ք կարդացեր Դաւիթի ըրածը՝ երբ պէտք ունեցաւ եւ անօթեցաւ, ինք ու իրեն հետ եղողները:
En hann sagði við þá: „Hafið þið aldrei heyrt hvað Davíð gerði þegar hann og menn hans hungraði? Þeir fóru inn í helgidóm Guðs – það var þegar Abíatar var æðsti prestur – og átu brauðið sem ætlað var prestunum. Það var einnig lagabrot.
26 Ի՛նչպէս մտաւ Աստուծոյ տունը՝ Աբիաթար քահանայապետին օրով, եւ կերաւ առաջադրութեան հացերը, - որ ո՛չ մէկուն արտօնուած էր ուտել՝ բացի քահանաներէն, - ու տուաւ իրեն հետ եղողներուն»:
27 Եւ աւելցուց. «Շաբաթը եղաւ մարդո՛ւն համար, ո՛չ թէ մարդը՝ Շաբաթին համար:
Helgidagurinn varð til mannsins vegna en ekki maðurinn vegna helgidagsins.
28 Հետեւաբար մարդու Որդին տէրն է նաեւ Շաբաթին»:
Ég, Kristur, hef vald til að ákveða hvað menn mega gera á helgidögum.“

< ՄԱՐԿՈՍ 2 >