< ԳՈՐԾՔ ԱՌԱՔԵԼՈՑ 2 >

1 Երբ Պենտեկոստէի տօնը հասաւ, բոլորն ալ միաբան՝ մէկ տեղ էին:
Nú voru liðnar sjö vikur frá dauða og upprisu Jesú og kominn hvítasunnudagur. Þegar hinir trúuðu höfðu safnast saman þennan dag,
2 Յանկարծ շառաչ մը եղաւ երկինքէն՝ սաստկաշունչ հովի մը ձայնին պէս, ու լեցուց ամբողջ տունը՝ ուր նստած էին:
heyrðist skyndilega þytur, líkt og stormgnýr, uppi yfir þeim og fyllti húsið sem þeir voru í.
3 Եւ բաժնուած լեզուներ երեւցան իրենց՝ որպէս թէ կրակէ, ու հանգչեցան անոնցմէ իւրաքանչիւրին վրայ:
Síðan birtist eitthvað sem líktist eldtungum og settist á höfuð þeirra.
4 Բոլորն ալ լեցուեցան Սուրբ Հոգիով եւ սկսան խօսիլ ուրիշ լեզուներով, ինչպէս Հոգին իրենց խօսիլ կու տար:
Þá fylltust þeir allir heilögum anda og fóru að tala tungumál, sem þeir höfðu aldrei lært, en heilagur andi gerði þeim kleift að tala.
5 Երուսաղէմ բնակող Հրեաներ կային, բարեպաշտ մարդիկ՝ երկինքի տակ եղած ամէն ազգէ:
Margir guðræknir Gyðingar voru í Jerúsalem þennan dag. Þeir höfðu komið frá ýmsum löndum, til að taka þátt í hátíðinni.
6 Երբ այս ձայնը եղաւ, բազմութիւնը համախմբուեցաւ ու շփոթեցաւ, որովհետեւ կը լսէին թէ անոնք կը խօսէին իրենցմէ իւրաքանչիւրին սեփական բարբառով:
Þegar þeir heyrðu stormgnýinn fara um loftið komu þeir hlaupandi til að sjá hvað væri á seyði. Þegar fólkið heyrði lærisveinana tala á sínum þjóðtungum varð það forviða.
7 Բոլորն ալ զմայլած էին եւ կը զարմանային՝ իրարու ըսելով. «Ահա՛ ասոնք բոլորն ալ՝ որ կը խօսին, միթէ Գալիլեացի չե՞ն:
„Hvernig má þetta vera?“hrópaði það. „Eru þetta ekki allt saman Galíleumenn?
8 Ուրեմն ի՞նչպէս կը լսենք՝ մեր իւրաքանչիւրին սեփական բարբառով, այն երկրին՝ որուն մէջ ծնած ենք.
Samt heyrum við þá tala okkar eigin tungumál!
9 Պարթեւներ, Մարեր ու Եղամացիներ, եւ անոնք որ կը բնակին Միջագետքի, Հրէաստանի, Կապադովկիայի, Պոնտոսի, Ասիայի,
Við, sem erum Partar, Medar og Elamítar, og komum frá Mesapótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu.
10 Փռիւգիայի, Պամփիւլիայի ու Եգիպտոսի մէջ, եւ Կիւրենէի մօտ՝ Լիպիայի կողմերը, նաեւ Հռոմէն գաղթած Հրեաներ ու նորահաւատներ,
Við frá Frýgíu, Pamfýlíu, Egyptalandi, og við sem tölum Kýrene-mállýskuna í Líbýu, og við sem komum frá Róm – bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa Gyðingatrú –
11 Կրետացիներ եւ Արաբներ, կը լսենք թէ անոնք կը խօսին Աստուծոյ մեծամեծ գործերուն մասին՝ մե՛ր լեզուներով»:
Krítverjar og Arabar… við heyrum þá tala á okkar máli um máttarverk Guðs!“
12 Բոլորն ալ զմայլած էին, ու տարակուսած՝ կ՚ըսէին իրարու. «Ի՞նչ կրնայ ըլլալ ասիկա»:
Þarna stóð fólkið og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. „Hvað er nú þetta?“spurði það hvert annað.
13 Ոմանք ալ ծաղրելով կ՚ըսէին. «Անոնք լի են անոյշ գինիով»:
Aðrir gerðu grín að öllu saman og sögðu: „Þeir eru drukknir, það er allt og sumt!“
14 Բայց Պետրոս կանգնեցաւ տասնմէկին հետ, բարձրացուց ձայնը եւ ըսաւ անոնց. «Ո՛վ Հրէաստանցիներ, ու դուք բոլորդ՝ որ կը բնակիք Երուսաղէմ, սա՛ գիտցէ՛ք եւ մտի՛կ ըրէք իմ խօսքերս.
Þá gekk Pétur fram, ásamt postulunum ellefu og kallaði til mannfjöldans: „Hlustið nú öll, hvort sem þið eruð gestir eða íbúar í Jerúsalem.
15 որովհետեւ ասոնք ո՛չ թէ արբեցած են՝ ինչպէս դուք կ՚ենթադրէք, քանի դեռ օրուան երրորդ ժամն՝՝ է,
Sumir ykkar segja að þessir menn séu drukknir. Það er ekki rétt. Það er ekki orðið nógu áliðið dags til að svo geti verið. Menn drekka sig ekki fulla klukkan 9 að morgni.
16 հապա ասիկա ա՛յն է՝ որ ըսուեցաւ Յովէլ մարգարէին միջոցով.
Þetta sem þið hafið séð í morgun, var sagt fyrir af Jóel spámanni fyrir mörgum öldum:
17 “Վերջին օրերը, - կ՚ըսէ Աստուած, - իմ Հոգիէս պիտի թափեմ ամէն մարմինի վրայ, եւ ձեր որդիներն ու աղջիկները պիտի մարգարէանան, ձեր երիտասարդները տեսիլքներ պիտի տեսնեն, ու ձեր ծերերը երազներ պիտի տեսնեն:
„Á hinum síðustu dögum, “segir Guð, „mun ég úthella anda mínum yfir alla menn. Og þá munu synir ykkar og dætur spá, æskumenn ykkar sjá sýnir og aldrað fólk mun dreyma merkilega drauma.
18 Իմ ծառաներուս եւ աղախիններուս վրայ ալ այդ օրերը իմ Հոգիէս պիտի թափեմ, ու պիտի մարգարէանան:
Heilagur andi mun koma yfir alla þjóna mína, konur og karla, og þau munu spá.
19 Վերը՝ երկինքը՝ սքանչելիքներ ցոյց պիտի տամ, եւ վարը՝ երկիրը՝ նշաններ, արիւն, կրակ ու ծուխի մառախուղ.
Ég mun láta undur gerast á himni og jörðu – blóð, eld og reykjarmökk.
20 արեւը պիտի փոխուի խաւարի, եւ լուսինը՝ արիւնի, դեռ Տէրոջ մեծ ու երեւելի օրը չեկած:
Sólin skal verða svört og tunglið rautt eins og blóð, áður en hinn mikli og dýrlegi dagur Drottins kemur.
21 Եւ ո՛վ որ կանչէ Տէրոջ անունը՝ պիտի փրկուի”:
En hver sem ákallar Drottin mun frelsast.“
22 Իսրայելացի՛ մարդիկ, լսեցէ՛ք սա՛ խօսքերը. Յիսուս Նազովրեցին, Աստուծմէ ձեզի ցոյց տրուած մարդ մը՝ հրաշքներով, սքանչելիքներով ու նշաններով - որ Աստուած անոր միջոցով ըրաւ ձեր մէջ, ինչպէս դուք ալ գիտէք -,
Ísraelsmenn, takið eftir! Guð sýndi berlega hver Jesús frá Nasaret var, með því að láta hann vinna mikil kraftaverk, sem ykkur eru kunn.
23 Աստուծոյ որոշած ծրագիրով եւ կանխագիտութեամբ մատնուած ըլլալով՝ առիք եւ սպաննեցիք անօրէններու ձեռքով՝ փայտի վրայ գամելով:
Guð, sem var að framkvæma fyrirætlun sína, leyfði ykkur með aðstoð rómverskra yfirvalda að negla Jesú á krossinn og taka hann af lífi.
24 Բայց Աստուած յարուցանեց զայն՝ քակելով մահուան ցաւերը, քանի որ կարելի չէր որ ան բռնուէր անկէ:
Eftir það leysti Guð hann úr greipum dauðans og lét hann vakna aftur til lífsins, því dauðinn gat ekki haldið honum.
25 Որովհետեւ Դաւիթ կ՚ըսէ անոր մասին. “Ամէն ատեն կը տեսնեմ Տէրը իմ առջեւս, քանի որ իմ աջ կողմս է՝ որպէսզի չսասանիմ:
Davíð konungur segir um hann: „Ég veit að Drottinn er alltaf með mér. Hann hjálpar mér. Hann styður mig með mætti sínum.
26 Ուստի իմ սիրտս ուրախացաւ եւ իմ լեզուս ցնծաց. նաեւ իմ մարմինս ալ պիտի հանգստանայ յոյսով.
Því gleðst hjarta mitt og tunga mín vegsamar hann. Ég veit að líkami minn þarf ekki að óttast dauðann,
27 որովհետեւ իմ անձս պիտի չթողուս դժոխքին մէջ, ու պիտի չթոյլատրես որ քու Սուրբդ ապականութիւն տեսնէ: (Hadēs g86)
því að hvorki munt þú skilja sál mína eftir meðal hinna dánu, né láta líkama sonar þíns rotna. (Hadēs g86)
28 Կեանքի ճամբաները գիտցուցիր ինծի. քու երեսիդ ուրախութեամբ պիտի լեցնես զիս”:
Þú gefur mér lífið á ný og fyllir mig dýrlegri gleði í nálægð þinni.“
29 Մարդի՛կ եղբայրներ, արտօնուած է ինծի համարձակութեամբ խօսիլ ձեզի Դաւիթ նահապետին մասին, որ վախճանեցաւ ու թաղուեցաւ, եւ անոր գերեզմանը մինչեւ այսօր մեր մէջ է:
Kæru vinir, hugleiðið þetta. Davíð var ekki að tala um sjálfan sig, þegar hann sagði þessi orð, því að hann dó og var grafinn og gröf hans er enn hér á meðal okkar.
30 Ուրեմն, որովհետեւ ան մարգարէ էր, - եւ գիտէր թէ Աստուած երդումով իրեն խոստացաւ, թէ պիտի յարուցանէ մարմինի համեմատ իր մէջքին պտուղէն եղող Քրիստոսը՝ որ բազմի իր գահին վրայ, -
En hann var spámaður og vissi að Guð hafði lofað því með órjúfanlegum eiði, að einn af afkomendum hans skyldi verða Kristur og sitja í hásæti hans.
31 ինք կանխատեսութեամբ խօսեցաւ Քրիստոսի յարութեան մասին, թէ անոր անձը դժոխքը չմնաց եւ անոր մարմինը ապականութիւն չտեսաւ: (Hadēs g86)
Davíð sá langt fram í tímann og sagði fyrir um upprisu Krists, að sál hans yrði ekki skilin eftir meðal hinna dánu og líkami hans myndi ekki heldur rotna. (Hadēs g86)
32 Աստուած այս Յիսուսը յարուցանեց, որուն մենք բոլորս ալ վկայ ենք:
Þarna var hann að tala um Jesú og við erum öll vitni að því að Jesús reis upp frá dauðum.
33 Ուստի Աստուծոյ աջ ձեռքով բարձրանալով ու Հօրմէն ստանալով Սուրբ Հոգիին խոստումը՝ թափեց ասիկա, որ դուք հիմա կը տեսնէք ու կը լսէք:
Nú situr hann í æðsta heiðurssæti á himnum við hlið Guðs. Faðirinn hafði lofað að gefa honum vald til að senda heilagan anda – og í dag hafið þið séð þetta loforð efnt.
34 Որովհետեւ Դաւիթ երկինք չելաւ, բայց ինք կ՚ըսէ. “Տէրը ըսաւ իմ Տէրոջս. «Բազմէ՛ իմ աջ կողմս,
Davíð var aldrei hafinn til himins. En hann sagði einnig: „Guð sagði við minn Drottin, það er að segja Krist: „Set þig hér í heiðurssætið við hlið mér,
35 մինչեւ որ քու թշնամիներդ պատուանդան դնեմ ոտքերուդ»”:
þar til ég hef gjörsigrað óvini þína.““
36 Ուրեմն Իսրայէլի ամբողջ տունը ստուգապէս թող գիտնայ թէ Աստուած զայն Տէ՛ր ալ ըրաւ, Օծեա՛լ ալ, այդ Յիսուսը՝ որ դուք խաչեցիք»:
Ég lýsi því hér með yfir við alla í Ísrael að Guð hefur gert þennan Jesú, sem þið krossfestuð, bæði að Drottni og Kristi.“
37 Երբ լսեցին ասիկա, զղջացին իրենց սիրտին մէջ եւ ըսին Պետրոսի ու միւս առաքեալներուն. «Մարդի՛կ եղբայրներ, ի՞նչ ընենք»:
Orð Péturs höfðu djúp áhrif á fólkið og það sagði við hann og hina postulana: „Hvað eigum við þá að gera, bræður?“
38 Պետրոս ըսաւ անոնց. «Ապաշխարեցէ՛ք, ու ձեզմէ իւրաքանչիւրը թող մկրտուի Յիսուս Քրիստոսի անունով՝ մեղքերու ներումին համար, եւ պիտի ստանաք Սուրբ Հոգիին պարգեւը:
Pétur svaraði: „Sérhvert ykkar verður að snúa sér frá syndinni og láta skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar syndanna, og þá fáið þið einnig þessa gjöf, heilagan anda.
39 Որովհետեւ խոստումը ձեզի համար է, նաեւ ձեր զաւակներուն, ու բոլոր հեռու եղողներուն, որ Տէրը՝ մեր Աստուածը պիտի կանչէ»:
Kristur hét því að allir skyldu fá gjöf heilags anda, allir sem Drottinn Guð okkar kallar til sín, einnig börnin ykkar og þeir sem búa í fjarlægum löndum.“
40 Եւ ուրիշ շատ խօսքերով կը վկայէր, կը յորդորէր զանոնք ու կ՚ըսէր. «Ազատեցէ՛ք դուք ձեզ այս կամակոր սերունդէն»:
Pétur hélt langa ræðu, skoraði á fólkið og sagði: „Látið frelsast frá syndum þessarar þjóðar!“
41 Ուստի անոնք՝ որ սիրայօժար ընդունեցին անոր խօսքերը՝ մկրտուեցան. եւ այդ օրը երեք հազար անձի չափ աւելցան եկեղեցիին թիւին վրայ:
Þeir sem trúðu orðum Péturs tóku skírn, alls um 3.000 manns.
42 Անոնք միշտ կը յարատեւէին առաքեալներուն ուսուցումին ու հաղորդութեան, հաց կտրելու եւ աղօթելու մէջ:
Þau héldu fast við kenningu postulanna og ræktu samfélagið, brotningu brauðsins og bænirnar.
43 Վախը համակեց ամէն անձ՝՝, եւ շատ սքանչելիքներ ու նշաններ կատարուեցան առաքեալներուն միջոցով:
Öll ræktu þau trú sína vel og postularnir gerðu mörg kraftaverk.
44 Բոլոր հաւատացեալները միասին էին, եւ բոլոր բաները հասարակաց էին:
Allir sem trúðu héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt.
45 Կը ծախէին իրենց ստացուածքներն ու ինչքերը, եւ անոնց գինը կը բաժնէին բոլորին, որո՛ւ որ պէտք ըլլար:
Þeir seldu eigur sínar og skiptu síðan milli allra eftir þörfum hvers og eins.
46 Ամէն օր կը յարատեւէին միաբանութեամբ տաճարը երթալու մէջ, եւ հաց կտրելով իրենց տուներուն մէջ՝ իրենց կերակուրը կ՚ուտէին ցնծութեամբ ու պարզամտութեամբ:
Þeir komu daglega saman í musterinu, til að lofa Guð og tilbiðja. Einnig hittist fólkið í smáhópum, í heimahúsum, þar sem brauðið var brotið. Þau neyttu fæðunnar með gleði og þakklæti,
47 Աստուած կը գովաբանէին եւ շնորհք կը գտնէին ամբողջ ժողովուրդին առջեւ. ու Տէրը օրէ օր փրկուածներ կ՚աւելցնէր եկեղեցիին թիւին վրայ:
og vegsömuðu Guð. Þau voru vinsæl meðal allra og Drottinn bætti daglega í hópinn nýju fólki sem lét frelsast.

< ԳՈՐԾՔ ԱՌԱՔԵԼՈՑ 2 >